VÆB komst áfram úr milliriðli á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Tilkynning um að Ísland væri öruggt áfram barst tiltölulega snemma þegar greint var frá úrslitum.
Flutningur félaganna í VÆB á laginu Róa þótti vera framúrskarandi góður og átti það örugglega sinn þátt í því að þeir komust en lengi vel var VÆB mjög neðarlega í veðbönkum og var álitið að lagið færi ekki í aðalkeppnina. Nú hefur annað komið í ljós.
Sigurgleði grípur nú íslensku þjóðina og margir fara nú þegar að hlakka til laugardagskvöldsins þegar VÆB stígur aftur á stokk í aðalkeppninni.
Eftirfarandi löng tryggðu sig í kvöld inn í aðalkeppnina: