fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Telja að ungur maður hafi nauðgað á þriðja tug kálfa til dauða – „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 12. maí 2025 22:00

Kálfarnir drápust fyrirvaralaust og án skýringar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landbúnaðarsamfélagið í Bretlandi er slegið eftir að maður á þrítugsaldri var gripinn við að stunda mök við kálfa á búgarði í Dorset. Eigendur kálfanna þora ekki að taka niður öryggismyndavélarnar af ótta við að dýraníðingurinn snúi aftur og telja sig eiga miklar bætur inni.

Breska blaðið The Daily Star greinir frá þessum óhugnaði.

Það voru hjónin og bændurnir Tracey og Ian Farwell sem áttu kálfana sem maður að nafni Liam Brown misnotaði. Hann var þá 25 ára gamall.

Farwell hjónunum, sem búa á nautgripabúgarði í Burton í Dorset héraði í suðurhluta Englands, fór fyrst að gruna að allt væri ekki með felldu í janúar mánuði árið 2022. Höfðu tugir kálfa drepist fyrirvaralaust og án skýringar. Fundu þau einnig einnota hanska, reipi og síðbuxur sem þau könnuðust ekki við á landareigninni.

Sást skaka sér aftan á gripum

Með hjálp dóttur sinnar Emily setu Farwell hjónin upp öryggismyndavélar og þá kom hið sanna í ljós. Maður sást koma inn á búgarðinn og inn í fjós. Þar stillti hann sér upp fyrir aftan kálf og sást skaka sér fram og til baka með hendur á síðum kálfsins.

Ljóst var að maðurinn hafði komið margoft á búgarðinn og framið sín sjúku voðaverk. Settu þau upp öryggiskerfi til þess að reyna að hafa hendur í hári hans. Í júní árið 2022 braust hann enn einu sinni inn á búgarðinn og byrjaði að misnota nautgrip þegar kerfið fór í gang með tilheyrandi látum.

Hljóp maðurinn af stað og yfir nokkur hlið áður en honum skrikaði fótur og datt kylliflatur inn í eina stíuna. Þar tröðkuðu kýrnar á honum og lá hann grátandi þegar Ian Farwell kom að og hringdi í lögregluna. DNA sýni að þessi maður, Liam Brown, var vissulega sá sem hafði misnotað kálfa í fyrri skiptin.

Liam Brown var ákærður og dæmdur fyrir dýraníð í desember árið 2023. Hann sat hins vegar ekki inni heldur var dæmdur til þriggja ára samfélagsþjónustu, meðferðar og sektar upp á 600 pund, það er um 105 þúsund krónur.

Á þriðja tug drápust

Farwell hjónin eru hins vegar ekki ánægð. Þau telja sig hafa orðið fyrir miklum skaða af völdum dýraníðingsins sem hafi misnotað gripi þeirra í allt að sjö ár. Einnig hafa þau ekki þorað að taka niður öryggiskerfið af ótta við að Liam snúi aftur.

Að sögn hjónanna drápust á bilinu 20 til 30 kálfar fyrirvaralaust og rekja þau dauðsföllin til misnotkunarinnar.

„Ég er alltaf skelkuð um að hann komi aftur. Ég athuga fjósið á hverjum degi og skoða myndavélarnar,“ sagði Tracey við The Daily Star. „Sem betur fyrir hef ég ekki séð tangur né tetur af honum síðan í réttarsalnum og hann borgaði vissulega sektina. Það er mikill léttir að sjá ekki dauða eða deyjandi kálfa hérna lengur.“

Farwell hjónin beintengja misnotkunina við dauðsföll kálfanna. En áður en hún komst upp grunuðu þau að um einhvers konar sýkingu væri að ræða.

„Dýralæknarnir komu og gerðu alls konar prófanir, hland, saur og blóðprófanir en fundu ekkert sem gat skýrt þessi dauðsföll,“ segir Tracey.

Þetta kostaði töluvert, það er 100 pund (17.500 krónur) fyrir hverja prófun, 150 (26.200 krónur) fyrir klukkutíma vitjun dýralæknis og kálfurinn sjálfur kostar 200 pund (35.000 krónur). Þá glötuðu þau einnig tekjum. Það er að hver kálfur hefði verið á búgarðinum í tvö ár og verið seldur á 1.300 pund (227.500 krónur).

Olli erfiðleikum í hjónabandinu

„Við erum fyrst núna að fara í gegnum tryggingamálið. Upphaflega sögðu þeir að svona lagað væri ekki tryggt en síðan þá hefur þessu verið bætt inn í þannig að við erum að bíða og sjá hvað við fáum,“ sagði frú Farwell. „Þetta hljómar eins og brandari en þetta er dauðans alvara. Ég og maðurinn minn vorum undir miklu álagi og við vorum farin að kenna hvoru öðru um. Þessi maður beinlínis myrti þessi ungviði og ég óttast að hann geri eitthvað annað, eitthvað jafn vel verra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Í gær

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum

Gaseldavélar geti aukið hættu á krabbameini tvöfalt meira hjá börnum en fullorðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“

Leigubílstjóri skildi tvær konur eftir úti í hrauni í kolniðamyrkri – „Það er ekki hlaupið að því fyrir ferðamenn að leita réttar síns eftir svona“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku

Ingólfur Valur Þrastarson vann skaðabótamál á hendur ríkinu vegna handtöku