fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Hvergi meiri atvinnuþátttaka en á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 19:30

Hvergi á OECD svæðinu er atvinnuþátttakan meiri en á Íslandi. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnuþátttaka á OECD svæðinu hefur hækkað á undanförnu ári. Hvergi er atvinnuþátttakan meiri en á Íslandi.

Í tölum frá OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, kemur fram að atvinnuþátttaka á Íslandi sé sú mesta af öllum 38 aðildarríkjunum. Það er 85,6 prósent.

Þátttakan á Íslandi hækkaði næst mest á síðasta ári, það er um 1,6 prósent. Aukningin var einungis meiri í Kosta Ríka, það er 2,4 prósent.

Fyrir utan Ísland er atvinnuþátttakan mest í Hollandi, 82,3 prósent, og í Sviss, 80,4 prósent. Þessi þrjú lönd eru þau einu sem hafa meiri en 80 prósenta þátttöku.

Atvinnuþátttakan á öllu OECD svæðinu er 70,2 prósent. Lægst er hún í Tyrklandi, aðeins 55,2 prósent. Tölurnar eru einnig lágar í Mexíkó og Ítalíu. Atvinnuleysi á OECD svæðinu mælist 4,8 prósent og hefur verið nokkuð stöðugt í þrjú ár.

Atvinnuþátttaka stendur í stað í Bandaríkjunum og Þýskalandi en lækkun um rúmlega 1 prósent mælist í Nýja Sjálandi, Finnlandi og Kanada.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur