fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Trump fjarlægði málverk af Obama og setti eitt af sjálfum sér í staðinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 04:05

Málverkið sem Trump er svo hrifinn af. Mynd:Foto: @WhiteHouse/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur fjarlægt margt og breytt mörgu í bandarísku samfélagi síðan hann tók við lyklavöldum í Hvíta húsinu í janúar. Hann lætur ekki þar við sitja og nú er hann farinn að taka til hendinni inn í Hvíta húsinu.

Hann hefur látið flytja málverk af Barack Obama, fyrrum forseta, sem hékk fyrir utan East Room á annan stað. Í staðinn er búið að hengja upp málverk af Trump með krepptan hnefa, skömmu eftir að hann var skotinn í eyrað á kosningafundi í Butler í Pennsylvania síðasta sumar.

Hvíta húsið skýrði frá þessu á X.

Staðurinn, þar sem málverkið var sett upp, hefur venjulega verið ætlaður undir málverk af síðasta sitjandi forsetanum á undan núverandi forseta. En hvorki Joe Biden né Trump létu gera málverk af sér þegar þeir fóru með völdin í Hvíta húsinu síðustu tvö kjörtímabilin og því hékk málverk af Obama enn á þessum stað. Það hefur nú verið fært þvert yfir ganginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Í gær

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?