fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Þessi skilyrði verða lífverðir Pútíns að uppfylla

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 03:15

Fjöldi lífvarða fylgir Pútín hvert skref. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil öryggisgæsla er í kringum Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og mjög fáir vita um ferðir hans eða hvar hann dvelur hverju sinni. En Dossier, sem er hópur rússneskra rannsóknarblaðamanna í útlegð, hefur komist að því hvernig öryggissveit Pútíns, Sluzjba Bezopasnosti Prezidenta (SBP), starfar.

Dagbladet skýrir frá þessu og segir að Dossier hafi rætt við Gleb Karakulov, fyrrum yfirmann í rússnesku leyniþjónustunni FSO, um  þetta. Hann flúði frá Rússlandi 2022.

Hann sagði Dossier að þeir sem velja kandídata til starfa í lífvarðarsveit Pútíns noti mjög þróaðar aðferðir við vinnu sína, það sé gert til að finna örugglega réttu lífverðina.

Lífverðirnir þurfa að uppfylla margar kröfur. Þeir þurfa að vera í góðu líkamlegu formi, hafa reynslu af bardagaíþróttum, vera hávaxnir, stuttklipptir, nauðrakaðir og ekki með húðflúr.

Þeir verða einnig að ganga undir fjölda lygaprófa og fara margoft í sálfræðimat til að hægt sé að tryggja að þeir séu hundtryggir föðurlandsvinir.

Auk þess að notast við SBP, þá hefur Pútín einnig starfsfólk frá FSO í hlutverki kokka sem hafa hlotið sérstaka þjálfun í meðferð skotvopna og bardagaíþróttum.

Talið er að um 100 manns fylgi Pútín þegar hann leggur land undir fót. Þeirra á meðal eru lífverði, leyniskyttur, lífverðir með hunda og kafarar. Það eru aðeins lífverðirnir sem vita hver ferðaáætlun Pútíns er hverju sinni.

Til að rugla óvini forsetans í ríminu, eru bílalestir, með bílum forsetans, stundum sendar af stað til að láta líta út fyrir að hann hafi yfirgefið heimili sitt, þrátt fyrir að hann sé þar enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy