fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 13:12

Jón Þór Víglundsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitarfólki sem var að störfum í Grindavík í aðdraganda eldgossins í morgun var ógnað með skotvopni af ósáttum íbúa sem vildi ekki yfirgefa bæinn, er rýming stóð yfir. Vísir greindi frá.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir ekki staðfest af hvaða ástæðum björgunvarsveitarfólkinu var ógnað en viðkomandi aðili hafi síðan farið út úr bænum. Jón Þór vill ekki tjá sig mikið um málsvatvik þar sem þau eru enn ekki fyllilega ljós. Hann staðfestir að fólkið hafi fengið áfallahjálp.

„Ég er ekki á hreinu með hvað mörg áttu í hlut en þau eru fleiri en eitt sem fengu tilboð um sálræna aðstoð eða áfallahjálp. Þau voru tekin út úr þessum aðstæðum strax í kjölfarið.“

Jón Þór segir að atvikið hafi eðlilega vakið fólkinu óhug. „Á þessum tímapunkti er ég að heyra okkar fólki en þetta augljóslega eitthvað sem enginn á von á – ekki bara í starfi björgunarsveita.“

Jón Þór segir mikilvægt að björgunarsveitarfólkið hafi strax verið tekið út úr þessum aðstæðum og lögreglan tekið yfir. „Við hlúum að okkar fólki,“ segir Jón Þór og segir að það sé mikilvægasta verkefnið núna hvað þetta atvik snertir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu
Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin