fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsbjörg hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta um ógnandi framkomu Grindvíkings gagnvart sjálfboðaliðum björgunarsveitarinnar Þorbirni. Segir í tilkynningunni að hópur frá Þorbirni hafi verið sendur til að aðstoða einstakling við að ganga frá lausum endum fyrir rýmingu. Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að það væri skynsamlegt að yfirgefa bæinn. Sat þessi einstaklingur þá í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stóð við gluggann. Þá dró viðkomandi upp byssu og beindi henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns. Björgunarsveitarfólki var illa brugðið, það hvarf á braut og tilkynnti atvikið til aðgerðarstjórnar.

Landsbjörg segir óásættanlegt að björgunarsveitarfólki sé mætt með því að draga upp skotvopn. Öllum félögum Landsbjargar sé verulega brugðið og hafi atvikið varpað frekari skugga á ömurlegt ástand Grindvíkinga um þessar mundir. Landsbjörg hvetur alla til að koma veg fram við björgunarsveitarfólk og viðbragðsaðila enda séu allir að gera sitt besta við erfiðar aðstæður.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við DV fyrr í dag að björgunarsveitarfólk hafi fengið áfallahjálp eftir atvikið.

Tilkynning Landsbjargar:

„Þegar kvikuhlaup hófst við Grindavík snemma í morgun og í kjölfarið eldgos, voru björgunarsveitir á Suðurnesjum ræstar út í samræmi við áætlanir, björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík á meðal þeirra. Verkefni Þorbjarnar var fyrst og fremst að aðstoða þá Grindvíkinga sem enn búa í bænum við að rýma bæinn. Þessu verkefni sinntu 15 félagar sveitarinnar. Hlutverk björgunarsveita við rýmingu er fyrst og fremst að tryggja að allir einstaklingar á svæðinu séu meðvitaðir um stöðuna sem upp er komin þ.e. séu t.d. ekki sofandi heima og aðstoða þá sem af einhverjum ástæðum komast ekki af sjálfsdáðum úr bænum svo dæmi séu tekin. Það er ekki hlutverk björgunarsveitarfólks að vísa fólki úr bænum en það bendir fólki góðfúslega á það að skynsamlegt sé að yfirgefa bæinn meðan óvissuástand varir.

Í morgun var hópur frá björgunarsveitinni Þorbirni sendur til þess að aðstoða einstakling í bænum við að ganga frá nokkrum lausum endum. Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns. Björgunarsveitarfólkinu er að vonum illa brugðið, hverfur á braut og tilkynnir atvikið til aðgerðarstjórnar.

Félagar Slysavarnafélagsins Landsbjargar sýna því mikinn skilning að ekki vilji allir yfirgefa bæinn þegar þessar aðstæður skapast og það er alveg skýrt að það er ekki hlutverk sjálfboðaliða í björgunarsveit að setjast í dómarasæti og hlutast til um það hverjir eigi að fara og hverjir megi vera.
Það sem er hins vegar alveg skýrt, að það er algjörlega óásættanlegt að björgunarsveitarfólki sé mætt með því að draga upp skotvopn. Við slíkt getum við ekki og eigum ekki að sætta okkur við.

Öllum félögum í Slysavarnafélaginu Landsbjörg er verulega brugðið yfir þessum atburði, sem varpar enn frekari skugga á ömurlegt ástand Grindvíkinga um þessar mundir.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur alla til að koma vel fram við björgunarsveitarfólk sem og aðra viðbragðsaðila og muna að það eru allir að gera sitt besta við erfiðar aðstæður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm