fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Fréttir

Hafnarfjarðarbær greiðir Rio Tinto það sem Vegagerðin vildi ekki – Tug milljóna bætur

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 21. mars 2025 18:30

Álverið fær sitt. Mynd/Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafnarfjarðarbær mun borga Rio Tinto rúmlega 26 milljónir króna vegna hluta lands sem Vegagerðin tók yfir til að gera tvöföldun Reykjanesbrautar.

Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, hafa náð samkomulagi um bætur vegna landsins. Var það samþykkt á fundi bæjarráðs í dag og vísað til samþykkt bæjarstjórnar.

Þann 24. október árið 2004 keypti Alcan á Íslandi (nú Rio Tinto) land af Hafnarfjarðarkaupstað sunnan við athafnasvæði álversins. Alls 51,95 hektara lands, eða 519.500 fermetra.

Vegna framkvæmda og undirbúnings við tvöföldun Reykjanesbrautar tók Vegagerðin yfir 85.259 fermetra af landinu árið 2023. Þar af voru 19.612 fermetrar undir eldra vegstæði.

Við ákvörðun bóta til Rio Tinto vegna yfirtökunnar voru þessir fermetrar dregnir frá. Það er vegna þess að Vegagerðin hafði ekki gefið samþykki sitt fyrir sölunni árið 2004. Vegagerðin bætti því aðeins 65.647 fermetra.

„Undirritaðir aðilar eru sammála um að Hafnarfjarðarkaupstaður bæti Rio Tinto þá 19.612 fermetra af landinu sem ekki voru bættir af Vegagerðinni og við ákvörðun bótafjárhæðar verði miðað við núvirtu kaupverði per fermeter samkvæmt ofangreindum kaupsamningi frá árinu 2004,“ segir í samkomulaginu.

Gera þetta alls 26.054.604 krónur. En eftir undirritun getur hvorugur aðili átt kröfu á hendur hinum vegna þess lands sem Vegagerðin hefur tekið yfir vegna framkvæmdanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi