fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Fréttir

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 13. mars 2025 11:00

Björk segist vera ein af þeim heppnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska tónlistarstreymisveitan Spotify greindi frá því í gær að hún hefði greitt út 10 milljarða Bandaríkjadollara í þóknanir á síðasta ári. Óvíst er hins vegar hversu stóran hlut tónlistarfólk sjálft fær í sinn hlut. Björk Guðmundsdóttir fór ófögrum orðum um Spotify nýlega.

„Spotify er sennilega það versta sem komið hefur fyrir tónlistarfólk,“ sagði Björk nýlega í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Nýheter. „Tónleikahlutinn er og mun alltaf verða stór partur af því sem ég geri. En ég er heppin af því að ég þarf ekki lengur að safna peningum með tónleikaferðalögum sem yngri tónlistarfólk neyðist oft til að gera.“

Sagði Björk að Spotify og streymismódelið hefði breytt samfélaginu og heilli kynslóð af listafólki.

Þetta er ekki fyrsta og væntanlega ekki síðasta gagnrýnin sem Spotify og aðrar streymisveitur fá á sig. En Spotify er sú langsamlega stærsta í heiminum í dag.

8 prósent af jarðarbúum

Þóknanir Spotify hafa vaxið ár frá ári. Fyrir tíu árum síðan voru þær 1 milljarður dollara, eða um 135 milljarðar íslenskra króna eins og segir í frétt Marketwatch um útborganirnar. Árið 2023 voru þær 9 milljarðar dollara og í fyrra 10 milljarðar. En það er um tveir þriðju af tekjum Spotify á síðasta ári. Á tíu ára tímabili hefur Spotify greitt 60 milljarða dollara í þóknanir.

Notendur Spotify eru um 675 milljón talsins, eða rúmlega 8 prósent af jarðarbúum. Af þeim borga 263 milljónir tæplega 12 dollara á mánuði fyrir svokallaða úrvalsáskrift.

Sjá einnig:

Laufey langvinsælust Íslendinga á Spotify – Tölurnar tala sínu máli

Tónlistarfólk hefur kvartað yfir því að fá litlar þóknanir fyrir spilanir á streymisveitunni. Meðal annars rokkarinn gamli Peter Frampton sem greindi frá því að hann hefði aðeins fengið 1.700 dollara, eða 230 þúsund krónur, fyrir 55 milljónir spilanir á laginu „Baby, I Love Your Way“ árið 2018.

Að sögn Spotify fengu 1.500 listamenn meira en 1 milljón dollara í þóknanir árið 2024. Þar af fengu 670 meira en 2 milljónir og 70 meira en 10 milljónir.

Á Spotify eru hins vegar skráðir um 225 þúsund tónlistarmenn. En það þýðir að 0,6 prósent sjá einhvern alvöru pening.

Helmingur fær minna en 5 þúsund dollara

Samkvæmt Spotify fær listamaðurinn sem er númer 10 þúsund í röðinni af best launuðustu 131 þúsund dollara í þóknanir. Það gera tæplega 18 milljónir króna. Fyrir áratug fékk númer 10 þúsund í röðinni 34 þúsund dollara, eða 4,6 milljónir króna. Helmingur listamannanna, um 110 þúsund talsins, fengu 5 þúsund dollara eða meira.

Hafa ber í huga að þegar talað er um listamann, þá getur verið að um hljómsveitir sé að ræða sem þurfa að skipta á milli sín upphæðinni. Sem og að tónlistarmenn þurfa oft að greiða umboðsmönnum eða öðrum fulltrúum.

Einnig ber að hafa í huga að Spotify greiðir þóknanir beint til útgáfufyrirtækja en ekki listamannanna sjálfra. En útgáfufyrirtæki eru oft með óhagstæða samninga við tónlistarfólk sem þýðir að óvíst er hversu mikið af fénu endar í þeirra vasa þegar á hólminn er komið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Réttarhöld hafin yfir Hauki sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps – „Flestir feður hefðu brugðist eins við og ég þetta kvöld“

Réttarhöld hafin yfir Hauki sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps – „Flestir feður hefðu brugðist eins við og ég þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ásthildur Lóa fær stuðning úr mörgum áttum – „Ég vil ekki endilega vammlausan barnamálaráðherra“

Ásthildur Lóa fær stuðning úr mörgum áttum – „Ég vil ekki endilega vammlausan barnamálaráðherra“
Fréttir
Í gær

Pílgrímar flykkjast að líki „áhrifavalds guðs“ – Bresk-ítalskur táningur verður brátt að dýrlingi kaþólsku kirkjunnar

Pílgrímar flykkjast að líki „áhrifavalds guðs“ – Bresk-ítalskur táningur verður brátt að dýrlingi kaþólsku kirkjunnar
Fréttir
Í gær

Nafn hins látna í Gufunesmálinu opinberað

Nafn hins látna í Gufunesmálinu opinberað
Fréttir
Í gær

Varpar ljósi á það sem hefur gerst á bak við tjöldin – „Litlu framleiðendurnir verða að lækka verð sitt um tugi prósenta”

Varpar ljósi á það sem hefur gerst á bak við tjöldin – „Litlu framleiðendurnir verða að lækka verð sitt um tugi prósenta”
Fréttir
Í gær

Ingvar hitti mann í heita pottinum sem sagði farir sínar ekki sléttar: „Séríslensk forræðishyggja“

Ingvar hitti mann í heita pottinum sem sagði farir sínar ekki sléttar: „Séríslensk forræðishyggja“