fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Fréttir

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. febrúar 2025 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrum þingmaður Pírata, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar. Hún segir hvatann að framboðinu sínu fyrst og fremst stöðu mennsku og mannréttinda í heiminum.

Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook þar sem hún skrifar:

Hvatinn að framboði mínu til formanns Siðmenntar nú er fyrst og fremst staða mennsku og mannréttinda í heiminum, vaxandi ásókn andhúmanískra afla, aukin sundrung, útskúfun og afmennskun, sem að mínu mati kallar á styrkari samstöðu okkar sem trúum á manneskjuna og hið mennska, okkar sem höfum húmaníska hugsjón.

Lykillinn að friði og frelsi fólks eru mannréttindi. Ein mikilvægustu mannréttindin okkar er frelsið til að hugsa og til að mynda okkur skoðun, frelsið til að trúa því sem gefur lífinu okkar gildi: Hugsana-, skoðana- og trúfrelsið. En öll spila þau saman, mannréttindin, og trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins, frelsis okkar til að koma saman, til að sameinast um gildin okkar, og frelsisins til að eiga samtal um þau.

Staða mennskunnar í heiminum kallar að mínu mati á virkara samtal á milli ólíkra aðila um það sem gerir okkur að manneskjum og þau gildi sem það kallar á. Ég held að lykillinn að því að stöðva þessa þróun og snúa henni við, sé að við sem eigum þessi gildi sameiginleg, tökum höndum saman. Það sem ég myndi vilja gera sem formaður Siðmenntar væri að setja kraft í að byggja brýr á milli ólíkra lífsskoðunarfélaga og sameinast um það sem við eigum sameiginlegt, því af því stafar ógnin.“

Arndís rekur að hún sé lögfræðingur að mennt með sérhæfingu í mannréttindum. Hún hefur eins unnið hjá Rauða krossinum þar sem hún veitti hælisleitendum og flóttafólki lögfræðilega aðstoð. Hún hefur eins unnið á Barnaverndarstofu, í ráðuneytum og svo sem þingmaður Pírata.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gunnar Smári um upplausnina í Sósíalistaflokknum – „Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins“

Gunnar Smári um upplausnina í Sósíalistaflokknum – „Ég mun hins vegar ekki láta undan loddaraskap Karls Héðins“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirlýsing Ásthildar Lóu – „Af sögum hans að dæma var hann mun reyndari en ég varðandi kynferðismál“

Yfirlýsing Ásthildar Lóu – „Af sögum hans að dæma var hann mun reyndari en ég varðandi kynferðismál“
Fréttir
Í gær

Þrjú börn handtekin eftir líkamsárás og skemmdarverk

Þrjú börn handtekin eftir líkamsárás og skemmdarverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Töpuðu dómsmáli og sátu uppi með gífurlegan kostnað – Fengu svo enn eitt áfallið þegar ósanngjarn reikningur barst frá lögmanni þeirra

Töpuðu dómsmáli og sátu uppi með gífurlegan kostnað – Fengu svo enn eitt áfallið þegar ósanngjarn reikningur barst frá lögmanni þeirra