fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. febrúar 2025 21:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt eftir klukkan 21 í kvöld varð skjálfti í Bárðarbungu, í norðvesturhluta öskjunnar. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands er fyrsta mat á stærð skjálftans 5,1.

Um 11 eftirskjálftar hafa mælst en þeir voru allir undir 2 að stærð. Samkvæmt tilkynningu er þetta stærsti skjálftinn síðan 14. janúar síðastliðinn þegar nokkuð kröftug hrina átti sér stað að morgni dags.

Alls hafa 12 skjálftar mælst í Bárðarbungu síðasta árið sem eru yfir 4 að stærð. Sá stærsti var 5,4 en sá átti sér stað þann 21. apríl 2024.

Engar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hristingskort sem sýnir áhrif skjálftans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“
Fréttir
Í gær

Kolbrún segir stjórnarandstöðuna senda þjóðinni fingurinn – Hvatningin hafi komið frá SFS

Kolbrún segir stjórnarandstöðuna senda þjóðinni fingurinn – Hvatningin hafi komið frá SFS
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður sjaldan hafa lagst jafn lágt í hefnigirni – Fjandmaður sviptur aðgangi að hundi sem hann borgaði fyrir

Trump sagður sjaldan hafa lagst jafn lágt í hefnigirni – Fjandmaður sviptur aðgangi að hundi sem hann borgaði fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni