fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Ekki viss um að Jón Gnarr sé mesti grínistinn á þingi eftir þessi orð Jóns Péturs í gær

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. febrúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hélt að Jón Gnarr væri mesti grínistinn á Alþingi en verð greinilega að endurskoða það,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, á Facebook-síðu sinni.

Þar gerir Eiríkur umræðu sem átti sér stað á Alþingi í gær um áfasta tappa að umtalsefni. Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var einn af þeim sem tjáðu sig um málið en tilefnið var frumvarp Jóhanns Páls Jóhannssonar um að ljúka innleiðingu um áfasta tappa á drykkjarvörum.

Sitt sýnist hverjum um þetta en Vísir fjallaði um umræðuna um málið á Alþingi og er Jón Pétur einn þeirra sem er mótfallinn innleiðingunni.

„Þetta hefur eyðilagt heilu veislurnar. Að fólk sem kemur prúðklætt inn í eigin veislur að það er orðið útatað í alls konar drykkjum úr plastflöskum með áföstum töppum,“ sagði Jón Pétur meðal annars og viðraði áhyggjur sínar af hugsanlegri ofþornun eldri borgara.

„Þetta varðar lýðheilsu, það augnablik eða sú mínúta sem það tekur að skrúfa tappann á það minnkar svona lífsvilja manns allaveganna um stund. Því þetta er algjörlega óþolandi hegðun á tappanum,“ sagði hann.

Eiríkur var einn þeirra sem tjáði sig um málflutning Jóns Péturs.

„Ég játa fúslega að áfastir tappar pirra mig stundum en lífsvilji minn er samt óskertur. Hverjum dettur eiginlega í hug að drekka skyrdrykk af stút í fínni veislu? Þetta er í alvöru kjánalegasti málflutningur sem ég man eftir á Alþingi. Það vildi ég að ég hefði vandamálin yðar frú Sigríður,“ sagði hann í færslu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“

Nýjar upplýsingar um bensínþjófagengið – „Ég stoppa hann og spyr af hverju hann stal frá okkur“
Fréttir
Í gær

Kolbrún segir stjórnarandstöðuna senda þjóðinni fingurinn – Hvatningin hafi komið frá SFS

Kolbrún segir stjórnarandstöðuna senda þjóðinni fingurinn – Hvatningin hafi komið frá SFS
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður sjaldan hafa lagst jafn lágt í hefnigirni – Fjandmaður sviptur aðgangi að hundi sem hann borgaði fyrir

Trump sagður sjaldan hafa lagst jafn lágt í hefnigirni – Fjandmaður sviptur aðgangi að hundi sem hann borgaði fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni