fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Dómur yfir Dagbjörtu þyngdur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 15:36

Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Dagbjörtu Guðrúnu Rúnarsdóttur fyrir að verða sambýlismanni sínum að bana í íbúð að Bátavogi í Reykjavík árið 2023. Í Héraðsdómi hlaut hún 10 ára fangelsi en Landsréttur þyngdi dóminn í 16 ára fangelsi.

Hér má lesa fyrri fréttir DV af Bátavogsmálinu.

Í frétt Vísis af dómi Landsréttar kemur fram að í héraðsdómi var hún sakfelld fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða mannsins en ekki manndráp eins og ákæran hljóðaði upp á en samkvæmt henni beitti Dagbjört hinn látna margvíslegu ofbeldi áður en hann lést.

Fyrir héraðsdómi kom fram að Dagbjört hefði upphaflega kennt manninum um dauða hunds hennar en fyrir dómi viðurkenndi hún að hundurinn hefði líklega drepist úr elli. Einnig kom fram fyrir dómi að eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi hún slegið manninn á meðan reynt var að endurlífga hann.

Þrátt fyrir að hugur Dagbjartar hafi ekki verið talin hafa verið í miklum tengslum við þennan atburð þá var hún metin sakhæf í héraði.

Ekki er ljóst á þessari stundu hvort Landsréttur hafi sakfellt Dagbjörtu fyrir manndráp í stað líkamsárásar sem leiddi til dauða hins látna en væntanlega hefur rétturinn einnig metið hana sakhæfa.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar