fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. desember 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áróðursmyndband tengt Miðflokknum, sem birt var á samfélagsmiðlum, hefur vakið nokkra umræðu og gagnrýni. Höfundi myndbandsins hefur annars vegar verið borin á brýn óhófleg og einfeldningsleg fortíðardýrkun og hins vegar hefur hann verið gagnrýndur fyrir að nota myndefni og tónlist án leyfis höfunda. Undir myndbandinu er spilað lagið „Stingum af“ eftir Mugison, en hann hefur gert athugasemdir við notkunina á tónlist hans í þessum tilgangi og spurt hvort hún sé lögleg.

Einar Guðnason, formaður Miðflokksdeildar Kópavogs og varaþingmaður Miðflokksins, birtir grein á Vísir.is, þar sem þar sem hann tekur undir með boðskap myndbandsins. Dregur hann upp dökka mynd af Íslandi sem heimkynni ungs fólks og segir ekki að undra að unga fólkið vilji „stinga af“. „Á árunum 2022–2024 voru 1315 brottfluttir umfram aðflutta í þessum aldurshópi ungra Íslendinga. 1315 fleiri sem fluttu úr landi en þeir sem fluttu aftur heim. Þetta er stórt vandamál,“ skrifar Einar.

Hann segir ennfremur um ástandið á landinu eins og það blasir við ungu fólki:

„Skortur á leikskólaplássum, grunnskólavandi, ópraktískt fæðingarorlofskerfi, úrræðaskortur fyrir börn með fjölþættan vanda, biðlistar, bólginn húsnæðismarkaður, verðbólga, vextir, samgöngumál — ég gæti haldið áfram.“

Einar segir forgangsröðun stjórnvalda brenglaða: „Við setjum tugi milljarða króna í flóttamannaaðstoð og á meðan þurfa íslenskar mæður að fara með syni sína til Suður-Afríku á eigin kostnað til þess að þeir geti fengið aðstoð við fíknivanda. Við skuldbindum framtíðarkynslóðir til að borga hundruði milljarða króna í loftslagsmál sem þau geta lítið gert til þess að leysa og á meðan lengjast biðlistar í heilbrigðiskerfinu og námsárangur versnar. Við byggjum hagkerfið á óheftu innfluttu vinnuafli og á meðan bólgnar húsnæðisverð út og ungt fólk á sér enga von í að eignast húsnæði fyrir fertugt.“

Einar segir að leiðin til að fá ungt fólk heim og til að hætta að stinga sé að breyta forgangsröðinni og setja Ísland í forgang. Greinina má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur