fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Innkalla rakettupaka

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. desember 2025 21:33

Mynd: Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem send var út rétt í þessu kemur fram að vegna galla verði svokallaður Rakettupakki 2 tekinn úr sölu hjá félaginu og þeir pakkar sem þegar hafa verið seldir innkallaðir.

Segir í tilkynningunni að Landsbjörgu hafi í kvöld borist ábendingar um að galli væri í einhverjum rakettum sem seldar hafi verið í Rakettupakka 2. Við prófun hafi komið í ljós að einhverjar þeirra sprungu of snemma.

Því hafi verið tekin sú ákvörðun að taka Rakettupakka 2 úr sölu og kalla inn þá pakka sem hafa verið seldir.

Þau sem hafa keypt Rakettupakka 2 eru hvött til að koma með hann á næsta sölustað og skipta honum út fyrir aðra vöru. Hægt verður að skipta út pakkanum á morgun þar til sölustaðir loka, sem og á opnunartíma fyrir þrettándann.

Segir að lokum að í tilkynningunni að Slysavarnafélaginu Landsbjörg þyki miður að viðskiptavinir verði fyrir óþægindum vegna þessa, en öryggi okkar allra þurfi alltaf að vera í fyrirrúmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Í gær

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Í gær

Skjólshús – Nýtt úrræði í geðheilbrigðisþjónustu

Skjólshús – Nýtt úrræði í geðheilbrigðisþjónustu