fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 30. desember 2025 15:30

Margir maka krókinn á makrílveiðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusambandið hefur lýst yfir áhyggjum af nýju samkomulagi um makrílveiðar fjögurra strandveiðiríkja í Norður-Atlantshafi, þar á meðal Íslandi. Heildarveiðar á makríl muni fara langt yfir það sem stofninn þoli.

Um miðjan mánuðinn var greint frá því að Ísland, Noregur, Bretland og Færeyjar hefðu náð samkomulagi um skiptingu og stjórn makrílstofnsins. Evrópusambandið og Grænland voru ekki hluti af þessu samkomulagi. Heldur ekki Rússland, en samskipti við Rússa hafa verið í lamasessi frá árás þeirra inn í Úkraínu árið 2022.

Hlutur Íslands er 12,5 prósent og mun Ísland geta veitt í bæði norskri og færeyskri lögsögu. Ísland hefur ekki átt aðild að samkomulagi strandveiðiríkja um makríl veiðar en fyrir höfðu Norðmenn, Bretar og Færeyingar gert samkomulag.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst yfir áhyggjum af samkomulaginu og segir það grafa undan sjálfbærni makrílstofnsins í Norður Atlantshafi.

Sjá einnig:

Írar saka Íslendinga um rányrkju á makríl – Óttast að íslenskum skipum verði hleypt í lögsöguna

Ofveiði hafi verið mikil um langt skeið. Alþjóða hafrannsóknastofnunin (ICES) hafi mælt með því að ekki yrði veitt meira en 174 þúsund tonn úr stofninum á árinu 2026. Ríkin fjögur hafi sett sér kvóta upp á 299 þúsund tonn, það er 72 prósentum yfir því sem ICES mælir með.

Þá er ótalin veiði Rússa sem nemur um 100 þúsund tonnum og er heildarveiðin því um 400 þúsund tonn.

„Þessi mikli þrýstingur hefur í för með sér verulega hættu á óafturkræfum skaða á makrílstofninum og stofnar lífsviðurværi þeirra sem eru háðir honum í hættu,“ segir sambandið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rekinn frá Liverpool
Fréttir
Í gær

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Í gær

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Í gær

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil
Fréttir
Í gær

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn ráðast gegn ISIS-liðum – „Hryðjuverkaógeð“

Bandaríkjamenn ráðast gegn ISIS-liðum – „Hryðjuverkaógeð“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk