

Þar er hún innt eftir viðbrögðum við því að Fljótagöng verði efst á blaði, eins og heimildir blaðsins herma, í nýrri samgönguáætlun sem kynnt verður fyrir hádegi í dag.
Á sama tíma verða Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs, færð aftar í forgangsröðina þrátt fyrir að hafa verið í forgangi í eldri samgönguáætlun. Þess má geta að Fljótagöng eru í kjördæmi Eyjólfs og er Jónína afar óhress með vinnubrögð ráðherra.
„Í mínum huga er þetta ekkert annað en kjördæmapot og ég trúi því ekki að Alþingi samþykki þessi vinnubrögð. Þau eru fyrir neðan allar hellur og rýra gildi samgönguáætlunar í heild,“ segir hún meðal annars í samtali við Morgunblaðið.