
Brunavarnakerfi á Edition-hótelinu við Austurbakka fór í gang í nótt laust fyrir klukkan 1. RÚV greinir frá.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi dælubíl á vettvang en hópur af fólki stóð fyrir utan hótelið og fylgdist með. Sjá myndband hér að neðan.
Í ljós kom að bilun hafði orðið í brunavarnakerfinu og var enginn eldsvoði.
Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að mikið annríki hefur verið í sjúkraflutningum á síðustu dögum og sinnti stökkviliðið 120 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn. Fyrir utan útkallið vegna Edition-hótelsins sinnti slökkviliðið útkalli eftir að kviknaði í eldhústæki í heimahúsi í Reykjavík. Húsráðandi var vakandi og lét slökkvilið vita sem kom í tæka tíð. Segir einnig að talsverð vinna hafi farið í útkall vegna vatnsleka.
Brunakerfi