fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 29. desember 2025 16:19

Styrkhafar í Uppsprettunni ásamt Antoni Birki Sigfússyni, umsjónarmanni Uppsprettunnar og Finni Oddsyni, forstjóra Haga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagar auglýsa eftir umsóknum í nýsköpunarsjóðinn Uppsprettuna, en þetta er í fimmta sinn sem styrkjum verður úthlutað úr sjóðnum. Allt að 20 milljónir standa frumkvöðlum í matvælaiðnaði til boða í þetta skiptið og er umsóknarfrestur til og með 25. janúar. Þeim frumkvöðlum sem hljóta styrki gefst jafnframt kostur á að fá ráðgjöf og aðstoð frá starfsfólki Haga við að koma vörum sínum í matvöruverslanir Bónus, Hagkaups og Olís. 

Samtals hafa 41 verkefni hlotið styrki frá stofnun Uppsprettunnar árið 2021 og endurspeglar hópurinn fjölbreytni og kraft í íslenskri matvælanýsköpun. Á meðal verkefna sem hlutu styrk í síðustu úthlutun sjóðsins fyrr á þessu ári eru sjálfbær framleiðsla sprotafyrirtækisins Sea Growth á sjávarfangi með nýrri frumuræktunartækni, loftpoppað poppkorn með fjölbreyttum bragðtegundum frá PUFF, grýtur úr frostþurrkuðu hráefni frá Feed the Viking og plöntumiðaðir eftirréttir frá Tropic. Vörur þeirra þriggja síðastnefndu eru nú fáanlegar í matvöruverslunum Haga.

„Það hefur verið gaman að sjá hversu fjölbreytt þau verkefni eru sem leitað hafa til okkar í gegnum Uppsprettuna á undanförnum árum og er augljóst að mikil gróska er í nýsköpun í matvælaframleiðslu á Íslandi. Þessi nýsköpun gerir matvöruverslun áhugaverða og skemmtilega fyrir viðskiptavini og er okkur og greininni í heild því sérlega mikilvæg. Við leggjum sérstaka áherslu á að hafa umsóknar- og matsferlið einfalt og fljótvirkt, þannig að umsækjendur fái niðurstöðu sem fyrst og geti tekið næstu skref í að koma áhugaverðum vörum til neytenda,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga.

Friðrik Guðjónsson veitir styrknum viðtöku fyrir hönd Feed the Viking

Opin öllum frumkvöðlum í íslenskri matvælagerð

Uppsprettan er opin öllum frumkvöðlum í íslenskri matvælaframleiðslu og skiptir ekki máli hvort verkefni séu á frumstigi eða komin langt á veg.

„Verkefnin sem sækja um í Uppsprettuna eru mislangt komin í sinni vegferð. Sum eru komin vel af stað en þurfa mögulega smá stuðning til að fara alla leið. Þá erum við einnig með dæmi þess að frumkvöðlar komi til okkar með hugmynd á frumstigi og eru stuttu síðar farnir að selja vörur sínar í þúsundatali,“ segir Finnur.

Tilgangur Uppsprettunnar er að virkja og styðja frumkvöðla til nýsköpunar og þróunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Sjóðurinn leggur áherslu á stuðning við verkefni sem taka tillit til sjálfbærni og styðja við innlenda framleiðslu.

„Eitt það mikilvægasta sem við getum gert til að styðja við sjálfbærni Íslands er að efla innlenda matvælaframleiðslu með markvissum stuðningi við frumkvöðla og framleiðendur. Með því bætum við úrval íslenskra matvæla og tryggjum að við séum minna háð innflutningi á vöruflokkum sem geta orðið fyrir truflunum á alþjóðamörkuðum,“ segir Anton Birkir Sigfússon, forstöðumaður sjálfbærni hjá Högum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar
Fréttir
Fyrir 6 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 6 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 6 dögum
Maðurinn er fundinn