fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 28. desember 2025 13:30

Sigurjón Þórðarson og Jón Pétur Zimsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýnir Jón Pétur Zimsen, þingmann Sjálfstæðisflokksins harkalega vegna ummæla hans um störf lögreglunnar. Ljóst sé að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki borgaralegur flokkur.

Jón Pétur gagnrýndi lögregluna fyrir að ráðast í aðgerðir gegn Smáríkinu og Nýju Vínbúðinni á öðrum degi jóla. Lokaði afhendingarstöðvum og lagði sektir á verslanirnar en óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum Þjóðkirkjunnar.

„Þetta er mögulega einhver yfirlýsing. Lögreglan er eins og hún er og ræður sér sjálf. Að það sé verið að senda skilaboð með einhverjum takti út í samfélagið í stað þess að skýra þessa lagalegu óvissu er ólíðandi,“ sagði Jón Pétur við mbl.is vegna málsins.

Í færslu á samfélagsmiðlum segir Sigurjón að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki borgaralegur flokkur.

„Það er vægast sagt ömurlegt að þingmaður skuli ráðast með þessum hætti að lögreglunni sem er að framfylgja landslögum,“ segir Sigurjón. „Þingmenn ættu miklu frekar að styðja við störf lögreglunnar í stað þess að vera með innihaldslitlar upphrópanir og gera aðsúg að þeim sem framfylgja lögum og reglum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó