

Franska leikkonan Brigitte Bardot er látin, 91 árs að aldri. Bardot var einnig ein þekktasta fyrirsæta og dýraverndunarsinni heims.
„Brigitte Bardot-sjóðurinn tilkynnir með mikilli sorg andlát stofnanda síns og forseta, Madame Brigitte Bardot, heimsþekktrar leikkonu og söngkonu, sem kaus að hætta virðulegum ferli sínum til að helga líf sitt og orku dýravelferð og sjóðnum sínum,“ segir í tilkynningu Brigitte Bardot sjóðsins. Ekki er tekinn fram nákvæmur tími andláts eða dánarorsök.
Bardot varð fræg árið 1956 þegar út kom kvikmyndin And God Created Woman, leikstýrð af eiginmanni hennar Roger Vadim. Hún lék fram á áttunda áratuginn og var eitt helsta kyntákn heims þegar hún settist í helgan stein og helgaði sig öðrum málefnum.