
Ungur maður hefur verið sakfelldur fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 8. apríl árið 2023.
Ákærða var gefið að sök að hafa hafa slegið annan mann með glerflösku í höfuðið með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut 1 cm langan v-laga skurð á enni og punktblæðingar á kinnar og höku.
Ákærði neitaði fyrst sök fyrir dómi en skipti síðan um skoðun og játaði samkvæmt ákæru. Var játningin virt honum til refsilækkunar, sem og ungur aldur hans. Hins vegar var einnig horft til þess að ákærði á nokkuð langan brotaferil að baki.
Niðurstaðan var níu mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dóminn má lesa hér.