

Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Björnssyni. Björn er 44 ára gamall, grannvaxinn með mikið ljóst sótt hár, líklega með ljóst skegg og með blágræn augu. Hann var klæddur í gallabuxur.
Ekki er vitað um ferðir hans undanfarna daga en líklegt þykir að hann haldi til á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur ekki bíl til umráða og líklega ekki síma heldur.
Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Björns eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112.