

Það gæti farið svo að innanlandsflugi Icelandair verði aflýst vegna veðurs á morgun. Frá þessu greinir mbl.is.
Aðeins einu flugi hefur verið endanlega aflýst á morgun, til Hornafjarðar, en að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair var farþegum sem áttu bókað flug á morgun til Akureyrar boðið að færa sig yfir á flug fyrr í dag. Staðan verði svo tekin á morgun.
Spáð er stormi á morgun og hefur appelsínugul veðurviðvörun verið gefin út fyrir Vestfirði, Norðurland og hálendið og gul veðurviðvörun fyrir alla aðra landshluta nema Suðausturland.