

Þrír Íslendingar lentu í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku á miðvikudag. Um var að ræða eldri konu, karlmann og táningsstúlku, en þau tengjast fjölskylduböndum. Nú hefur verið greint frá því að eldri konan og táningsstúlkan létust í slysinu en karlmaðurinn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi.
Íslendingarnir eru búsettir á Íslandi en voru staddir í Suður-Afríku á ferðalagi og Vísir greinir frá því að náin skyldmenni þeirra hafi ferðast utan í kjölfar slyssins.
Slysið átti sér stað við borgina Mbombela sem er um þrjú hundruð og fimmtíu kílómetra austur af Jóhannesarborg.
Bústaðakirkja opnaði dyrnar í dag vegna slyssins í samstarfi við Réttarholtsskóla og í samráði við fjölskyldu Íslendinganna.
Sjá einnig:Íslendingar í alvarlegu slysi í Suður-Afríku