fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. desember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag yfir manni sem ákærður var fyrir líkamsárás.

Manninum var gefið að sök að hafa, laugardaginn 20. apríl 2024, veist með ofbeldi að konu, innandyra í íbúðarhúsi í Kópavogi, og slegið hana með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut brot á nefbeini.

Ekki tókst að fá ákærða til að mæta fyrir dóm þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess og fyrirheit hans um að mæta. Var því dómur kveðinn upp yfir honum fjarstöddum. Dómari taldi með hliðsjón af gögnum málsins fullsannað að hann hefði framið brotið.

Var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða brotaþola 600 þúsund krónur í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Miðflokkurinn rekinn með 133 milljón króna halla á síðasta ári

Miðflokkurinn rekinn með 133 milljón króna halla á síðasta ári
Fréttir
Í gær

Þórhallur hvetur fólk til að láta áfengið eiga sig um jólin og gera þetta í staðinn

Þórhallur hvetur fólk til að láta áfengið eiga sig um jólin og gera þetta í staðinn
Fréttir
Í gær

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa
Fréttir
Í gær

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“