fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. desember 2025 07:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn á Vínlandsleið í Grafarholti fengu óvenjulega heimsókn í gærkvöldi eða nótt.

Í skeyti lögreglu nú í morgunsárið segir að þar hafi aðili sem var fastur í handjárnum gengið inn og falast eftir aðstoð. Lögreglumenn náðu því miður ekki að leysa hann úr járnunum og ráðlögðu honum að leita á næstu slökkvistöð.

Alls gista níu í fangageymslum eftir nóttina og 59 mál eru bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Í miðborginni var tilkynnt um einstakling sem var að stela úr verslun og var auk þess ógnandi með vasahníf. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem bakkað var á barn. Barnið hlaut sem betur fer aðeins minniháttar meiðsli en málið er í rannsókn hjá lögreglu.

Fyrir utan þetta voru nokkrir ökumenn teknir úr umferð vegna aksturs undir áhrifum áfengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Í gær

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar