fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. desember 2025 14:00

Halla Tómasdóttir Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir forseti Íslands er í forsíðuviðtali í jólablaði Heimildarinnar sem kom út í dag. Halla fer um víðan völl í viðtalinu og margt ber á góma: málefni barna og ungmenna, málefni fanga og fyrsta heimsókn forseta í fangelsi hérlendis, ofbeldi í samfélaginu, kærleikurinn sem þyrfti að vera meira af, búsetan og námið í Bandaríkjunum, foreldrarnir og uppeldið og kynferðisofbeldi í æsku.

Nýlega fór Halla á fangelsið á Litla-Hrauni og faðmaði þar að sér fanga, menn sem sitja inni fyrir ofbeldi, en sjálf var hún beitt kynferðisofbeldi um fjögurra ára skeið á aldrinum 7 til 11 ára. Gerandinn var bóndi sem Halla var send í sveit til, en hún opnaði sig ekki um ofbeldið fyrr en hún var 23 ára.

„Ég var sjö ára þegar misnotkunin hófst. Ellefu ára þegar ég hætti að fara í sveitina. Á meðan þessu stóð varð ég líkamlega veik af álaginu og á hverju sumri var ég send fyrr heim. Eitt sumarið fór ég heim með lungnabólgu. Líkaminn bregst við öllu og geymir allt, öll sárin og áföllin.“

Halla segir litið til baka sannfærð um að gerandi hennar hafi sjálfur orðið fyrir skakkaföllum, hann hafi verið lokaður og einmana. Halla áttaði sig á því komin á þrítugsaldur að hún yrði að segja frá og vinna úr afleiðingum misnotkunarinnar, svo hún gæti treyst og átt kost á að vera í heilbrigðu sambandi. Gerandi hennar var á lífi þegar hún greindi frá, kominn í háa elli, en Halla segist ekki hafa viljað kæra hann.

„Hluti af mér er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta erfiða verkefni. Ég þakka ekki fyrir að hafa orðið fyrir ofbeldi og eiga óttann og óöryggi að, en ég get verið þakklát fyrir að hafa neyðst til að takast á við sjálfa mig. Auðvitað hugsaði ég mitt á sínum tíma. Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill.“

Hún segir konur sem verða fyrir kynferðisofbeldi eiga val um tvær leiðir:

„Annaðhvort finnur þú fyrir sjálfseyðingarhvöt og velur þér slæman kærasta, drekkur mikið og ferð illa með þig. Þú getur ekki elskað sjálfa þig. Hin birtingarmyndin er að þú sért svo rosalega sterk, svo rosalega dugleg, að þú þurfir ekki á neinum að halda. Þá getur enginn séð hvað þú ert að fela. Ég fór aðallega seinni leiðina. Á endanum varð mjög þungt að halda uppi þessari grímu. Mér var orðið illt alls staðar.“

Lesa má viðtalið við Höllu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Margrét misþyrmdi foreldrum sínum eftir að hún var búin að opna afmælispakkana frá þeim

Súlunesmálið: Margrét misþyrmdi foreldrum sínum eftir að hún var búin að opna afmælispakkana frá þeim
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur svaraði Samfylkingunni fullum hálsi: Ekki hægt að tala um að „planið sé að virka“

Vilhjálmur svaraði Samfylkingunni fullum hálsi: Ekki hægt að tala um að „planið sé að virka“
Fréttir
Í gær

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Í gær

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi