fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

„Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. desember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármálafræðingur segir aðdraganda jóla tilvalið tækifæri fyrir foreldra við börn sín um aukin útgjöld og hvaða áhrif þau hafa á fjárhag fjölskyldunnar. Þó að jólin séu fyrst og fremst hátíð ljóss og friðar eru þau einnig tíminn þegar stress og fjárhagsáhyggjur gera oft vart við sig.

„Börn nú til dags búa við miklar áskoranir þegar kemur að samfélagslegum þrýstingi og því er þörfin fyrir opið samtal foreldra og barna enn meiri nú en áður. En hvað geta foreldrar gert til að fræða börnin?“

Í grein sinni bendir Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri fjármálafræðslu hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu, á nokkur atriði.

„Það getur verið gagnlegt að ræða við börnin um að jólin snúist fyrst og fremst um samveru og hlýju, ekki dýrar gjafir. Spyrja þau til dæmis hvað þeim finnist skemmtilegast við jólin, því oft eru það minningar um samverustundir eins og að baka saman eða spila sem standa upp úr frekar en gjafirnar sjálfar. Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar heldur samverustundirnar og hefðirnar.“

Kristín Lúðvíksdóttir

Útskýra hvað áhrif gjafakaup hafi á fjárhaginn

Kristín segir foreldrar einnig geta útskýrt fyrir börnum sínum að gjafakaup og undirbúningur jólanna hafa áhrif á fjárhag fjölskyldunnar. Sniðugt geti verið að leyfa börnunum að taka þátt í að skipuleggja jólagjafakaup, „því þá læra þau heilmikið um fjármál heimilisins og fá meiri tilfinningu fyrir því hvað hlutir kosta. Svo eru það áhrif samfélagsmiðlanna, en nú á dögum búa börn við mikinn þrýsting samfélagsmiðla sem getur verið mikil áskorun.“

Segir Kristín að umræða foreldra um áhrif samfélagsmiðla og auglýsinga á væntingar barnanna til jólagjafa geti hjálpað þeim að greina á milli raunverulegra þarfa annars vegar og langana sem verða til vegna utanaðkomandi áhrifa hins vegar.

Kristín segir jólin kjörinn tíma til að ræða um samkennd og samfélagslega ábyrgð, og  börn geta tekið þátt í ýmsum góðgerðarverkefnum eða sjálfboðastarfi í kringum jólin:

„Til dæmis með því að gefa til þeirra sem minna mega sín, en þannig læra þau að gleðin felst ekki bara í að þiggja heldur líka í að gefa af sér.“

„Jólahátíðin býður sem sagt upp á einstakt tækifæri til að staldra við og minna börnin okkar á hinn sanna jólaanda, samveru, kærleika og þakklæti og með því að ræða opinskátt um peninga og útgjöld og leggja áherslu á fjármálavit innan fjölskyldunnar, getum við skapað jafnvægi og vellíðan yfir hátíðirnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð
Fréttir
Í gær

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”
Fréttir
Í gær

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Í gær

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás