fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. desember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítala, segir í myndbandi sem spítalinn birti í dag að nauðsynlegt sé að landsmenn hugi vel að hreinlæti og handþvotti, auk þess að mæta ekki veikt í veislur eða á vinnustaði.

„Við erum að fá slæman inflúensufaraldur og samhliða því skæðan nóróveirufaraldur. Þetta er hvort tveggja slæmt af því við erum að sigla inn í viðkcæmt tímabil sem eru jólaveislur, hlaðborð og þess háttar. Um jólin hittum við gjarna ættingja og vini og við þurfum að muna það að eldri einstaklingar í kringum okkur eru miklu viðkvæmari fyrir inflúensunni, þannig að við þurfum að huga að öllum þáttum sem við getum gripið til til þess að hindra útbreiðslu dreifingu inflúensu til viðkvæmra einstaklinga.”

Ólafur mælir með að viðkvæmir einstaklingar bólusetji sig til að hindra að þeir verði veikir.

Inflúensan er að byrja af miklum krafti og fyrr á ferðinni í ár enn áður. Ólafur segir að fólk verði að muna að það sé ávinningur af bólusetningu.

„Síðan þarf að hafa það í huga að fólk mæti ekki veikt á vinnustað eða í veislur. Það eru fleiri veirur í gangi og svo að auki eru þrjú bóluefni í þessum eina inflúensuskammti.”

Ólafur segir að ekki megi gleyma nóróveirunni, sem er gríðarlega smitandi og veldur mjög slæmum meltingarfærasýkingum með uppköstum og niðurgangi.

„Og er alveg gríðarlega smitandi. Þannig að það er mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat sem er deilt milli margra. Þvo sér um hendurnar. Og ef fólk hefur veikst þá á það ekki að vera í matartilbúnaði fyrr en það er algjörlega búið að jafna sig og nokkrum dögum betur. Passa að þvo hendur vel áður en maður fer í matartilbúnað eða dreifa út mat, og eins gestir sem ætla að tína sér mat ættu að þvo sér vel og nota verkfæri til að skammta sér, ekki vaða með hendurnar í matinn.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Góð tíðindi af Orra
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast
Fréttir
Í gær

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“
Fréttir
Í gær

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“