fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Viðrekstur kvenna lyktar verr en karla – Þetta er ástæðan

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 7. desember 2025 21:30

Vetnissúlfíðið er sökudólgurinn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar manneskjur prumpa. Að meðaltali um 23 sinnum á sólarhring. Hvort það heyrist er önnur saga.

En þó hægt sé, með einstakri lagni að koma í veg fyrir hljóðið, þá er ekki hægt að koma í veg fyrir lyktina og vísindalegar rannsóknir sýna að viðrekstur kvenna lyktar verr en karla.

Eins og segir í frétt blaðsins New York Post um málið var það magalæknir að nafni Michael Levitt sem vildi vita hvað það væri sem ylli slæmri prumpulykt. Það er að segja, hvaða gös.

Viðrekstri 16 heilbrigðra manneskja var safnað í þétta poka og innihaldið efnagreint. Vond lykt er almennt frekar huglæg en óháðir dómarar voru einnig fengnir til þess að meta lyktina. Það er hversu ágeng og slæm hún væri úr hverjum poka.

Komst Levitt að því að það var einkum brennisteinsefnasambönd sem gáfu verstu lyktina, sérstaklega vetnissúlfíð. Er það lykt sem minnir helst á úldið egg.

Kom í ljós að þó að viðrekstur karlmanna væri almenn meiri en kvenna þá var meira af þessum verr lyktandi efnum í viðrekstri kvenna, einkum vetnissúlfíði. Hjá dómurunum, sem vissu ekki hverju þeir voru að lykta af, komu pokar kvennanna verr út en karlanna.

Hins vegar sýna aðrar rannsóknir að viðrekstur kvenna sé í raun hollari en karla. Það er vetnissúlfíð getur unnið gegn heilabilun og Alzheimer sjúkdóminum. Hafa ber þó í huga að það er eitrað í of miklu magni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Orð Egils vekja kátínu – „Telst þá ekki vera hæð – eða hvað?“

Orð Egils vekja kátínu – „Telst þá ekki vera hæð – eða hvað?“