fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Hvað gerist við strendur Íslands ef Grænlandsjökull bráðnar? Svarið gæti komið þér á óvart

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. desember 2025 07:30

Frá Grænlandi. Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Getur það verið að ef Grænlandsjökull bráðnar lækki yfirborð sjávar við Ísland en hækki annars staðar? Þessari áhugaverðu spurningu svara þau Helgi Björnsson, prófessor emeritus í jöklafræði og Guðfinna Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild HÍ, á Vísindavefnum.

Spurningin, sem er frá Arnari Sigurðssyni, var svona orðrétt:

„Mér var sagt eitt sinn að ef Grænlandsjökull myndi bráðna allur myndi yfirborð sjávar við Ísland lækka verulega vegna áhrifa þyngdarkrafts jökulsins sem togaði yfirborðið upp í dag. Áhrifin myndu hins vegar fjara út við Skotland og hækka annars staðar. Eruð þið ekki með einhverja reiknimeistara á ykkar snærum sem geta svarað þessu?”

Í svari þeirra Helga og Guðfinnu eru bent á að Grænlandsjökull sé um 1,7 milljónir ferkílómetra að flatarmáli og að meðaltali 1.670 metra þykkur. Þá er vatnið sem bundið er í jöklinum tæpar þrjár milljónir rúmkílómetra.

„Ef jökullinn bráðnaði allur mundi sjávarborð jarðar hækka að meðaltali um 7,4 m. Engin hætta er talin á að það gerist næstu þúsund ár, en á næstu áratugum gæti hlýnun jarðar þó valdið svo mikilli bráðnun ísbreiðunnar að sjávarborðið hækkaði hnattrænt að meðaltali um 10 cm. Hækkunin er mjög háð því hversu mikið hlýnar,“ segir í svarinu en jafnframt bent á að bræðsluvatnið myndi ekki dreifast jafnt um allan hnöttinn vegna þyngdarsviðsaflögunar ísbreiðunnar sem viðheldur hárri sjávarstöðu næst jöklinum.

„Þegar massi jökulsins minnkar dregur úr þyngdarkrafti umhverfis hann, sjór dregst því minna en áður að jöklinum og sjávarborðið lækkar í næsta nágrenni Grænlands en hækkar fjær. Línan sem skilur að svæði með lækkun og hækkun sjávarstöðu vegna massataps Grænlandsjökuls liggur í gegnum Skandinavíu, Stóra-Bretland, yfir Atlantshafið og rétt sunnan við Hudsonflóa í Norður Ameríku.“

Þá segir að hversu mikil þessi þyngdarkraftsáhrif eru fari eftir því hversu mikið massatapið er.

„Reikningar fyrir massatap Grænlandsjökuls á tímabilinu 1972-2018 hafa verið gerðir.[1] Heildarmassatap Grænlandsjökuls á þessu tímabili samsvarar 1,4 cm meðaltalssjávarhækkun. Áhrif þessa massataps eru 4 cm lækkun við norðvesturströnd Íslands (á Ísafirði) og um 2 cm lækkun við suðausturströnd landsins (á Höfn í Hornafirði). Áhrifin minnka því hratt með fjarlægð frá jöklinum og gætir minna við Skotland.“

Skýringarmynd sem sýnir afstæða breytingu á yfirborði sjávar (mm/ári) vegna þyngdarkraftsáhrifa bráðnunar Grænlandsjökuls á tímabilinu 2000-2008 (mynd 2a í grein Bamber og Riva (2010)). Bláu litatónarnir tákna að sjávarstaða lækkar en gulu og rauðu tónarnir sýna hækkun. (Heimild: Vísindavefurinn)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Orð Egils vekja kátínu – „Telst þá ekki vera hæð – eða hvað?“

Orð Egils vekja kátínu – „Telst þá ekki vera hæð – eða hvað?“