
Héraðssaksóknari hefur ákært konu, sem fædd er árið 1975 og býr á Akureyri, fyrir brot gegn valdstjórninni.
Konunni, sem ber erlent nafn en er með íslenska kennitölu, er gefið að sök að hafa sunnudaginn 17. desember 2023, í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, veist með ofbeldi að lögreglumanni og sparkað í hægri síðu og hægra læri hans.
Er þess krafist að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Málið var þingfest við Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri þann 5. nóvember síðastliðinn.