fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Varahéraðssaksóknari handtekinn fyrir utan skemmtistað í ágúst og gisti í fangageymslu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. nóvember 2025 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari, var handtekinn fyrir utan skemmtistað í ágúst og látinn gista í fangageymslu. Frá þessu greinir RÚV.

Téð atvik átti sér stað þann 9. ágúst en þá kölluðu dyraverðir til lögreglu eftir deilur við Karl Inga og aðra gesti skemmtistaðarins, sem er í Reykjavík. Karl Ingi var í framhaldinu handtekinn og færður í fangageymslu þar sem hann gisti um nóttina.

Saksóknaranum var boðið að ljúka málinu með því að greiða sekt upp á 30 þúsund krónur, en Karl Ingi afþakkaði en hann segir í samtali við RÚV að ekkert lögbrot hafi verið framið. Málið mun vera til meðferðar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Karl Ingi var í sumarfríi þegar atvikið átti sér stað en sneri aftur til starfa nokkru síðar og var meðal saksóknara í Gufunesmálinu. Héraðssaksóknari segist bera fullt traust til Karls Inga. Málið hafi verið tekið til skoðunar innan embættisins og afgreitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Í gær

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Í gær

Óhugnanleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri

Óhugnanleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi