fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. nóvember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands, segir að tími sé kominn til að endurskoða reglur um ökunám og ökupróf hér á landi í ljósi þess að beinskiptum bílum hafi fækkað verulega undanfarin ár.

„Við búum í síbreytilegum heimi tækniþróunar og þar eru bílar ekki undanskildir,“ segir Þuríður í grein sem hún skrifar á vef Vísis.

Hún bendir á að sala beinskiptra bíla hafi dregist mjög saman og að sala til almennings á nýjum beinskiptum bílum sé innan við 5% ár hvert.

Að hennar mati þurfa stjórnvöld að fylgjast með þessari þróun og bregðast við í tíma. „Ljóst er að hinir almennu kaupendur kjósa bíla án beinskiptingar, valið er sjálfskiptir bílar eða rafmagnsbílar að einhverju tagi. Þessari þróun þurfa stjórnvöld að vera vakandi yfir og bregðast við í tíma m.a. með því að aðlaga ökunám, ökuréttindi og ökupróf í takt við það sem nýr raunveruleiki kallar á,“ segir hún.

Í dag fær sá sem þreytir verklegt ökupróf á sjálfskiptan bíl takmörkun í ökuskírteini sitt, svokallaða tákntölu 78, og má því ekki aka beinskiptum bíl. Vilji hann fá réttindi á beinskiptan bíl síðar þarf hann að sækja aftur um námsheimild, taka tíma hjá ökukennara og þreyta nýtt aksturshæfnispróf.

Þuríður bendir á að önnur Evrópulönd hafi þegar brugðist við þessari þróun. „Ef við horfum til Danmerkur þá var sú breyting gerð að heimila verklegt próf á sjálfskiptum bíl en hafi ökunemi tekið a.m.k. sjö verklega ökutíma með ökukennara á beinskiptan bíl öðlast hann réttindi án takmörkunar,“ segir hún og bætir við að samskonar leið sé farin í Þýskalandi.

Þuríður segir að samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu hafi ekki verið til athugunar að breyta núverandi fyrirkomulagi hér á landi. Hún segir hins vegar mikilvægt að endurskoða reglurnar og að gefa ökunemum kost á því að öðlast réttindi á báðar gerðir bíla.

„Við hjá Ökukennarafélagi Íslands teljum mikilvægt að gefa ökunemum kost á að þreyta verklegt ökupróf á sjálfskiptum bíl en öðlast í leiðinni réttindi að stjórna beinskiptum bíl hafi þeir lært og lokið tilætluðum fjölda ökutíma á beinskiptum bíl,“ segir hún.

Að lokum leggur formaðurinn áherslu á að hefja umræðuna sem fyrst. „Mikilvægt er að samtalið fari fram sem fyrst varðandi ofangreint enda nauðsynlegt að endurskoða og rýna prófþætti, ökunám og umferðarmál reglulega með það í huga að koma á móts við þær breytingar sem eiga sér stað tengt málaflokknum. Að slíku samtali á Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma að.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð