fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. nóvember 2025 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið segir frá því í dag að mikil spenna sé sögð vera á meðal stjórnarflokkanna á Alþingi um þessar mundir.

Blaðakonan Andrea Sigurðardóttir skrifa forsíðufrétt um þetta og í henni er sagt frá sameiginlegum þingflokksfundi stjórnarflokkanna sem haldinn var á miðvikudag.

„Athygli vakti að fyrir utan glugga fundarherbergisins þar sem fundur flokkanna fór fram stóðu þingverðir og vörnuðu því að fólk sem átti leið hjá gægðist inn um þá. Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun og vísbending um að á bak við luktar dyr og mannvarða glugga færi fram mikill hitafundur,“ segir í frétt Morgunblaðsins.

Bent er á það að hægt hafi gengið að afgreiða mál inn á þing úr ríkisstjórn og það nefnt að Inga Sæland og hennar fólk í Flokki fólksins hafi lengi borið skarðan hlut frá borði. Ekki séu vísbendingar um að það muni breytast á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“