fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Nova flytur á Broadway

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. nóvember 2025 13:10

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstjóri Nova.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nova breytti íslenskum fjarskiptamarkaði með því að opna dyrnar að stærsta skemmtistað í heimi 1. desember 2007.  Stemningin heldur áfram og Nova undirbýr nú að kveðja Lágmúla þar sem fyrirtækið hefur verið til húsa frá upphafi og flytja í Álfabakka, þar sem stærsti skemmtistaður Íslands, Broadway, var um tíma. Nova kúltúrinn mun skína á vinnustað framtíðarinnar, auk þess sem þar mun opna glæsileg verslun á besta stað með enn betra aðgengi að vörum og þjónustu Nova.

í tilkynningu kemur fram að Nova hefur gengið frá leigusamningi við Eignabyggð hf. um leigu á Álfabakka 8. Eignabyggð vinnur nú að heildar endurskipulagningu fasteignarinnar og gert er að ráð fyrir afhendingu til Nova á fyrri hluta ársins 2027. Húsnæðið verður sérhannað með þarfir Nova í huga, og mun öll starfsemi félagsins, sem nú er í Lágmúla, skrifstofur, verslun og lager, flytjast í nýja húsnæðið.

„Við hlökkum til að setja diskókúluna aftur upp í loft á Broadway þegar Nova flytur þangað 2027. Broadway verður ekki bara nýtt heimilisfang heldur vinnustaður inn í framtíðina, með fullt af þeirri gleði, samvinnu og krafti sem árangur Nova hefur byggst á,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstjóri Nova.

,,Við ætlum að vera fyrst inn í framtíðina með snjallari lausnir á nýjum stað sem mótast af óskum og þörfum viðskiptavina og starfsfólks. Þannig verðum við áfram besta liðið, sterkasta vörumerkið, með ánægðustu viðskiptavinina og löðum um leið að okkur framúrskarandi hæfileikafólk sem virkjar gleðina og gróskuna sem hefur alltaf einkennt Nova. Það eru spennandi tímar framundan, við ætlum okkur stóra hluti og þess vegna skiptir máli að allt Nova liðið sé hluti af vegferðinni og taki þátt í henni saman. Við kynntum kaupréttaráætlun fyrir allt starfsfólk Nova í gær. Nú hækkum við í græjunum og hlökkum til að stíga út á glænýtt dansgólf stærsta skemmtistaðar í heimi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka