fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Bónus komið með sushi í verslanir

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. nóvember 2025 07:41

Björgvin með Gurume sushi sem er nýjung hjá Bónus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bónus kynnti í gær nýjung í hillum verslana sinna. Um er að ræða tilbúið sushi undir vörumerkinu Gurume. Þetta er í fyrsta skipti sem Bónus býður upp á ferskt sushi í verslunum sínum, eins og segir í tilkynningu.

Gurume sushi fyrir Bónus samanstendur af  vinsælustu sushi réttunum sem þjóðin þekkir, meðal annars Allt það besta, Laxabitum, Ekkert hrátt, Volcano rúllu, bao buns og kjúklingaspjótum svo það ætti að vera eitthvað sem hentar öllum sem vilja fljótlega og bragðgott sushi á ferðinni eða heima.

Gurume sushi fyrir Bónus samanstendur af vinsælustu sushi réttunum sem þjóðin þekkir, meðal annars Allt það besta, Laxabitum, Ekkert hrátt, Volcano rúllu, bao buns og kjúklingaspjótum.

„Við í Bónus höfum alltaf haft það að markmiði að lækka verð og auka aðgengi að góðum mat. Nú eru Bónus-áhrifin að færast yfir sushi og við erum stolt af því að geta boðið Íslendingum sushi á lækkuðu verði án þess að slá af gæðum,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus.

Gurume verður komið í hillur Bónusverslana í dag en þó ekki í allar verslanir strax.

,,Með innleiðingu Gurume heldur Bónus áfram þeirri stefnu sem fyrirtækið hefur fylgt frá upphafi; að lækka verð og gera gæðavörur aðgengilegar fyrir alla,“ segir Björgvin.

Gurume sushi er komið í sölu í verslunum Bónus í Miðhrauni, Smáratorgi, Holtagörðum og Norðlingabraut og kemur svo í verslanir Bónus í Kjörgarði, Spöng og Skeifunni í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“