
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær yfir manni að nafni Vitor Farias Oliveira, fyrir stórfellt fíkniefnabrot.
Miðvikudaginn 3. september reyndi Vitor að smygla hingað til lands hátt í þremur kg af kókaíni, eða 2,717,71 grömmum með styrkleika upp á rúmlega 80%. Fíkniefnin flutti hann með flugi frá Hamborg í Þýskalandi til Keflavíkurflugvallar, falin í ferðatöskum.
Vitor játaði brot sitt og var það virt honum til refsilækkunar. Iðraðist hann mjög fyrir brot sitt en dómari segir að ekki sé hægt að horfa framhjá því að hann hafi flutt mikið magn af kókaíni til landsins í ágóðaskyni.
Niðurstaðan var sú að hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi.
Dóminn má lesa hér.