fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær yfir manni að nafni Vitor Farias Oliveira, fyrir stórfellt fíkniefnabrot.

Miðvikudaginn 3. september reyndi Vitor að smygla hingað til lands hátt í þremur kg af kókaíni, eða 2,717,71 grömmum með styrkleika upp á rúmlega 80%. Fíkniefnin flutti hann með flugi frá Hamborg í Þýskalandi til Keflavíkurflugvallar, falin í ferðatöskum.

Vitor játaði brot sitt og var það virt honum til refsilækkunar. Iðraðist hann mjög fyrir brot sitt en dómari segir að ekki sé hægt að horfa framhjá því að hann hafi flutt mikið magn af kókaíni til landsins í ágóðaskyni.

Niðurstaðan var sú að hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi.

Dóminn má lesa hér.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”