fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Hringtenging við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr vegur var tekinn í notkun í dag, fimmtudaginn 27. nóvember, við Keflavíkurflugvöll og er þar með hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia og þar segir að með þessum nýja vegi eða vegbúti skapist hringtenging frá flugstöðvarbyggingunni sem eykur bæði öryggi og flæði við flugstöðina til þess að mæta vaxandi umsvifum þar. Ennfremur segir:

„Hingað til hefur vegurinn fyrir framan flugstöðvarbygginguna endað við komufarþegasvæði. Nýi vegbúturinn liggur frá þeim stað og til norðausturs að Reykjanesbrautinni sem skapar þessa hringtengingu. Með þessari breytingu má draga úr umferð næst flugstöðinni og koma í veg fyrir þveranir ökutækja yfir akreinar. Þá mun öll þjónustuumferð, svo sem umferð vegna framkvæmda og flutninga með aðföng fara fram um aðra aðkomu að flugstöðinni.

Með opnuninni lýkur fyrsta fasa framkvæmda við hringtenginguna en þær hafa staðið yfir frá vorinu 2025.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Í gær

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust