fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Jazztónleikar í Spönginni

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarbókasafnið Spönginni býður upp á notalega tónleika- og samverustund í dag fimmtudaginn 20. nóvember kl. 13:15 – 14:00 þegar vinkonurnar og tónlistarkonurnar Sigrún Erla Grétarsdóttir og Birna Kristín Ásbjörnsdóttir flytja skemmtilega blöndu af jazz- og dægurlögum.

Á efnisskránni verða sígildar íslenskar perlur eins og Heyr mína bæn, Ó þú, Vetrarsól og fleiri góðir smellir.

Alla fimmtudaga á þessum tíma hittist hannyrðahópur á safninu og eru gestir og gangandi því hvattir til að taka með sér handavinnu og prjóna á meðan þeir njóta góðrar tónlistar þótt það sé alls ekki skilyrði!

Um tónlistarkonurnar

Birna Kristín Ásbjörnsdóttir er píanóleikari með menntun í klassískum og rytmískum píanóleik og stundar nú nám við Listaháskóla Íslands. Hún hefur komið víða við í jazztónlist og semur auk þess og flytur möntru- og heilunartónlist.

Sigrún Erla Grétarsdóttir er söngkona með menntun í jazzsöng og rytmískri tónlistarkennslu. Hún hefur komið fram á fjölmörgum viðburðum og tónleikum og er virkur meðlimur Jazzkvenna, þar sem verk tónlistarkvenna á borð við Ellu Fitzgerald eru heiðruð.

Leiðir Sigrúnar og Birnu lágu saman í námi við Tónlistarskóla FÍH. Þar hófu þær samstarf sem þær hafa haldið áfram með reglulegum tónleikum og tónlistarflutningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Í gær

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli
Fréttir
Í gær

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reknir úr snorklferð fyrir „ófullnægjandi sundkunnáttu“

Reknir úr snorklferð fyrir „ófullnægjandi sundkunnáttu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið