fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Heiðra sálardrottninguna Arethu Franklin

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 10:05

Söngkonurnar Elísabet Ormslev og Stefanía Svavarsdóttir heiðra sálardrottninguna, Aretha Franklin, á tónleikum sem verða haldnir í Ölveri Glæsibæ. Mynd: Bent Marinósson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonurnar Stefanía Svavarsdóttir og Elísabet Ormslev heiðra sálardrottninguna, Arethu Franklin, á tónleikum sem verða haldnir í Ölveri Glæsibæ á fimmtudagskvöld kl. 20.

Stefanía og Elísabet hafa með sér hljómsveit skipuða úrvals tónlistarmönnum sem skapar magnaðan hljóðheim og upplifun.

,,Ég hef heillast af Arethu síðan ég var unglingur. Ég hef alltaf verið hrifin af soul tónlist og Aretha var ein sú fyrsta í þeim flokki sem ég byrjaði að hlusta á. Ég elska tilfinninguna í söngnum, hráleikann, gospelið og þetta fullkomna vald á röddinni,“ segir Stefanía.

,,Hún var ein sú allra besta og hefur inspirerað mig til að verða betri söngkona og performer. Ég gat ekki sungið helminginn af lögunum á prógramminu fyrir nokkrum árum en er búin að vinna markvisst að því að geta það. Það er svo mikill sannleikur í öllu sem hún syngur og tilfinning að maður getur ekki annað en hrifist með og orðið fyrir áhrifum,“ segir Stefanía.

Aðspurð um uppáhaldslag með Arethu, svarar hún: ,,Þau eru svo mörg. Ég elska hennar útgáfu af You’re All I Need To Get By og svo er Don’t Play That Song For Me í rosalega miklu uppáhaldi.“

Stefanía og Elísabet hafa með sér hljómsveit skipuða úrvals tónlistarmönnum. Mynd: Bent Marinósson.

Aretha var algjör negla

Elísabet segist hafa hlustað á Arethu frá blautu barnsbeini, enda sjálf alin upp á miklu tónlistarheimili. ,,Áhuginn á soul tónlist jókst meira á táningsárunum og þar var drottningin alltaf ofarlega á listanum. Maður finnur fyrir hverju einasta orði og atkvæði sem hún syngur, sem er sjaldgæfur hæfileiki, svo að bæði tónlistin hennar og hún sjálf hefur helling af þýðingu fyrir mig,“ segir Elísabet.

,,Ég elska að ögra sjálfri mér raddlega og að syngja lögin hennar er alls ekkert grín. Fyrir utan hvað hún var með mikið vald á stórkostlegu röddinni sinni þá var Aretha líka algjör negla, þorði að fara sínar eigin leiðir og lét engan vaða yfir sig. En ætli það sem hún hafi ekki aðallega mótað í mér sönglega er að syngja líka með sálinni, ekki bara röddinni,“ segir Elísabet.

Aðspurð um uppáhaldslag með Arethu svarar hún: ,,Ég verð að segja Respect og Ain’t No Way er orðið mikið uppáhald líka upp á síðkastið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst