

Ótrúleg uppákoma átti sér stað í Grafarvoginum í dag þegar hjólreiðamaður og bílstjóri lentu saman. Myndband náðist af atvikinu þegar þvingaði hjólreiðamanninn út í skafl og hjólreiðamaðurinn braut hliðarspegil bílsins.
Atvikið átti sér stað nálægt Spönginni í Grafarvogi um klukkan 16:00 í dag að sögn Péturs Jóhannessonar, sem náði því á myndband og birti á samfélagsmiðlum.
Eins og sést í myndbandinu keyrir ökumaður lítils jeppa utan í hjólreiðamann á hægri hönd og þvingar hann út í skafl.
Hjólreiðamaðurinn bregst hinn versti við þessu og byrjar að berja á bílnum farþegamegin. Sést að hann nær að brjóta baksýnisspegilinn þannig að hann er næstum dottinn af.
hjol og bill
Eftir það reynir hjólreiðamaðurinn að ná hjólinu sínu en það er pikkfast á milli jeppans og skaflsins. Hann togar og togar en ekkert gengur. Sést líka hvernig hjólreiðamaðurinn reynir að slá til ökumannsins inn í bílinn.
Að kemur kona og á í einhverjum orðaskiptum við bæði hjólreiðamanninn og ökumanninn.
Að lokum tekst hjólreiðamanninum að kraka hjólið sitt upp og koma því yfir á gangstéttina. Fer hann hratt í burtu í kjölfarið.
Lýkur myndbandinu þar en að sögn Péturs þá var það síðasta sem hann sá var að ökumaðurinn elti hjólreiðamanninn inn að Spönginni.