
Mikill reykur steig upp fyrir ofan Arnarnes í Garðabæ í hádeginu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd frá lesanda.
Hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fengust þær upplýsingar að kviknað hafi í fjórhjóli sem staðsett var utan vegar á Arnarnesi. Atvikið ekki talið alvarlegt en slökkvilið var sent á vettvang.
Er ljósmyndara DV bar að var slökkvistarfi lokið. Ekki er vitað um tjón á ökutækinu.