fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Hörmungar á Gaza í nótt: 60 drepnir í nótt, þar á meðal mörg börn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. október 2025 08:45

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelski herinn gerði umfangsmiklar árásir á Gaza í nótt og segja heilbrigðisyfirvöld þar að um 60 manns, þar á meðal mörg börn, hafi látist.

Vopnahlé hefur staðið yfir á svæðinu síðustu vikur, en það er talið í mikilli hættu eftir atburði næturinnar.

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sagður hafa fyrirskipað árásirnar í nótt eftir að hann sakaði Hamas-samtökin um að hafa brotið gegn ákvæðum vopnahlésins.

Hamas-samtökin hafa sagt eftir árásirnar í nótt að þau muni seinka að afhenda lík gísls sem lést í haldi samtakanna.

Bandarísk yfirvöld hafa reynt að gera lítið úr árásunum í nótt segir varaforsetinn JD Vance að um sé að ræða skærur „sem deyja vonandi út“ fljótlega.

Forsvarsmenn Aqsa-sjúkrahússins í miðborg Deir al-Balash sögðust hafa fengið 10 lík til sín í nótt, þar af sex börn og þrjár konur.

Forsvarsmenn Nasser-sjúkrahússins í Khan Younis sögðust hafa fengið 20 lík í nótt og eru 13 þeirra af börnum. Þá sögðust forsvarsmenn Al-Awda-sjúkrahússins hafa fengið til sín 30 lík og eru 14 þeirra af börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Frumvarpið þrefaldi ferðakostnað venjulegs rafbíls – „Þetta eru kolröng skilaboð út í samfélagið“

Frumvarpið þrefaldi ferðakostnað venjulegs rafbíls – „Þetta eru kolröng skilaboð út í samfélagið“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gerir stólpagrín að samningi ríkislögreglustjóra og Intru – „Ég skrifa 4 tíma neyðarútkall á þetta“

Gerir stólpagrín að samningi ríkislögreglustjóra og Intru – „Ég skrifa 4 tíma neyðarútkall á þetta“
Fréttir
Í gær

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Í gær

Vilja að stemmt verði stigu við bílastæðabraskinu

Vilja að stemmt verði stigu við bílastæðabraskinu