

Vopnahlé hefur staðið yfir á svæðinu síðustu vikur, en það er talið í mikilli hættu eftir atburði næturinnar.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sagður hafa fyrirskipað árásirnar í nótt eftir að hann sakaði Hamas-samtökin um að hafa brotið gegn ákvæðum vopnahlésins.
Hamas-samtökin hafa sagt eftir árásirnar í nótt að þau muni seinka að afhenda lík gísls sem lést í haldi samtakanna.
Bandarísk yfirvöld hafa reynt að gera lítið úr árásunum í nótt segir varaforsetinn JD Vance að um sé að ræða skærur „sem deyja vonandi út“ fljótlega.
Forsvarsmenn Aqsa-sjúkrahússins í miðborg Deir al-Balash sögðust hafa fengið 10 lík til sín í nótt, þar af sex börn og þrjár konur.
Forsvarsmenn Nasser-sjúkrahússins í Khan Younis sögðust hafa fengið 20 lík í nótt og eru 13 þeirra af börnum. Þá sögðust forsvarsmenn Al-Awda-sjúkrahússins hafa fengið til sín 30 lík og eru 14 þeirra af börnum.