fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. október 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ragnarsson, forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia, segir að skattabreyting sem á að taka gildi um næstu áramót muni hækka verð á ferðum til Íslands. Hann gagnrýnir skamman fyrirvara vegna breytinganna og segir að ríkisstjórnin virðist líta á íslenska ferðaþjónustu sem endalausa uppsprettu skatta.

Björn skrifar grein um þetta á vef Vísis þar sem hann er ómyrkur í máli.

„Í síðustu viku var Ferðaþjónustudagur Samtaka Ferðaþjónustunnar haldinn í Hörpunni. Þangað mættu um 300 manns sem öll höfðu það sameiginlega markmið að efla enn frekar gæði og tekjur af íslenskri ferðaþjónustu. En þar var einnig rætt við tvo ráðherra ríkisstjórnarinnar, þær Kristrúnu Frostadóttur og Hönnu Katrínu Friðriksson, sem virðast horfa á íslenska ferðaþjónustu sem endalausa uppsprettu skatta í Ríkissjóð,“ segir hann í grein sinni.

Skellt á með engum fyrirvara

Hann bendir á að um næstu áramót standi til að hækka skatta gríðarlega á alla bíleigendur með nánast tvöföldun vörugjalda. Á sama tíma eigi nýtt kílómetragjald að taka gildi á alla bíla.

„Þessir nýju skattar munu hækka verðið á ferðum til Íslands í formi hærra verðs á bílaleigubílum og rútuferðum, og þrátt fyrir áður gefin loforð til ferðaþjónustunnar um 12-18 mánaða fyrirvara um nýja skatta, þá á að skella þessu á með engum fyrirvara,“ segir hann.

Sjá einnig: Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“

Björn nefnir svo að til viðbótar við þessa nýju skatta á ferðaþjónustuna standi til að setja nýja skatta á ferðamannastaði í eigu Ríkisins, þó að þeir séu nánast allir farnir að innheimta bílastæðagjöld af gestum.

„Tilgangur þessara gjalda er sagður vera til að stýra betur álagi og fara í uppbyggingu innviða. Álagsstýring er vissulega af hinu góða og er álag á suma staði orðið mikið á vissum tíma dags á háannatíma á sumrin en á flestum ferðamannastöðum er álag langt frá því að vera komið að þolmörkum.“

Enginn boðinn og búinn að greiða meira

Hann segir að fram hafi komið í máli Kristrúnar Frostadóttur á Ferðaþjónustudeginum að ferðamenn væru alveg tilbúnir að greiða meira fyrir að koma á helstu ferðamannastaði landsins. Þessu er Björn ekki sammála.

„Ísland er dýrasta ferðamannaland í heimi og er ég viss um að enginn ferðamaður væri boðinn og búinn að greiða ennþá meira fyrir heimsókn til okkar en hann greiðir í dag.“

Björn fer svo yfir stöðuna hjá fyrirtækinu sem hann stýrir og bendir á að það hafi starfrækt dagsferðir á helstu ferðamannastaði landsins í yfir 50 ár.

„Frá því að ég hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2017 þá hefur verðlag hækkað um 50% og launavísitala hækkað um 84%. Til viðbótar hafa bæst við bílastæðagjöld á alla helstu áfangastaði okkar. Á sama tíma hafa dagsferðir okkar hækkað um 20-30%. Ef ferðamenn væru tilbúnir að greiða meira fyrir að koma á þessa ferðamannastaði værum við búin að hækka verð í takt við þær hækkanir sem hafa lent á okkur fyrirtækjunum. Síðustu ár hafa fjögur fyrirtæki boðið uppá dagsferðir á stórum rútum. Nú er svo komið að tvö af þessum fjórum fyrirtækjum hafa hætt þessum rekstri þar sem arðsemin var ekki nægjanleg.“

Björn segir að rekstrarumhverfið í ferðaþjónustunni sé erfitt og nefnir að frá því að hann hóf störf hjá fyrirtækinu hafi það þurft að takast á við taprekstur, fall WOW, heimsfaraldur, hækkandi kostnað og nú síðast fall Play.

„Til að bregðast við þessu þurftum við að finna leiðir til að spara í okkar rekstri, fækka starfsfólki, innleiða nýja tækni og hagræða á ýmsan hátt. Með sama hætti þarf að takast á við rekstur Ríkissjóðs en ríkisstjórnin auglýsti í lok síðasta árs eftir sparnaðartillögum frá almenningi og komu um 4.000 tillögur. Rekstur Ríkissjóðs hefur hækkað mikið á síðustu árum og eru mörg tækifæri þar til að spara og vona ég að ráðamenn okkar fari frekar að eyða kröftum sínum í þá vinnu heldur en að skemma mikilvægustu atvinnugrein landsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Lést í Bláa lóninu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynferðisbrotalíking Gunnars Smára vekur ólgu – „Situr í greni sínu við skjáinn og spýr eitri“

Kynferðisbrotalíking Gunnars Smára vekur ólgu – „Situr í greni sínu við skjáinn og spýr eitri“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Frumvarpið þrefaldi ferðakostnað venjulegs rafbíls – „Þetta eru kolröng skilaboð út í samfélagið“

Frumvarpið þrefaldi ferðakostnað venjulegs rafbíls – „Þetta eru kolröng skilaboð út í samfélagið“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu
Fréttir
Í gær

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Í gær

Þungfært á Reykjanesbraut og ökumenn á vanbúnum bílum

Þungfært á Reykjanesbraut og ökumenn á vanbúnum bílum
Fréttir
Í gær

„Mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið“

„Mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið“
Fréttir
Í gær

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi