fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Anton Sveinn harðlega gagnrýndur – Hafði þetta að segja um minnispunkta um ólík börn á hrekkjavöku

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 29. október 2025 11:30

Anton Sveinn til hægri. Til vinstri eru Jóhanna Jakobsdóttir og Heiðar Austmann sem blönduðu sér í málið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anton Sveinn McKee, formaður Ungliðahreyfingar Miðflokksins og varaþingmaður Suðvesturkjördæmis, sætir gagnrýni fyrir að segja að minnispunktar fyrir hrekkjavöku – sem eru að ganga um samfélagsmiðla þessa dagana – séu „ein skýrasta birtingarmynd fórnalambavæðingar samfélagsins.“

Hrekkjavakan er á föstudaginn 31. október og ganga þá börn í hús að sníkja nammi. Undanfarna daga hafa svokallaðir „minnispunktar fyrir hrekkjavöku“ verið í dreifingu um samfélagsmiðla. Þeim hefur til dæmis verið deilt í hina ýmsu foreldra- og hverfishópa á Facebook.

Umræddir minnispunktar.

„Fórnarlambsvæðing?“

Anton Sveinn sagði þetta dæmi um fórnarlambsvæðingu.

„Ég átta mig vel á því að svona skilaboð eru gefin út af góðum ásetningi, en þetta er ein skýrasta birtingarmynd fórnarlambsvæðingar samfélagsins,“ skrifaði hann á X, áður Twitter.

Færslan vakti hörð viðbrögð og blandaði sér meðal annars útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann sér í málið.

„Ég les þennan póst bara á þann hátt að við eigum að taka tillit og passa okkur sömuleiðis á því að dæma ekki út frá mögulegri hegðun eða svipbrigðum. Sé ekki hvernig það er verið að „fórnalambavæða“ þegar við sýnum skilning og umburðarlyndi gagnvart börnum,“ sagði Heiðar.

„Áttar þú þig á því að þú ert að fórnarlambsvæða þig og Miðflokkinn með svona innleggi. Það „triggerar“ allt ykkur. Þið eruð í stöðugu móðursýkiskasti útaf saklausustu málum,“ sagði einn netverji.

„Fórnarlambsvæðing? Að sýna væntumþykju og tillitsemi er ekki nein fórnarlambasvæðing. Þú hefur takmarkaða reynslu af aðilum með einhverfu og fólki með fötlun, það er ljóst,“ sagði annar.

„Boðskapurinn er einfaldur“

Jóhanna Jakobsdóttir, skjalaþýðandi, kom Antoni til varnar. „Eru ekki bara flestir þannig að þeir mæta börnum þar sem þau eru?  Furðuleg dyggðaflöggun í bland við forheimskun,“ sagði hún um minnispunktana.

Anton tjáði sig frekar um málið og stóð fastur á sínu: „Margir virðast hafa misskilið tilganginn með færslunni. Boðskapurinn er einfaldur: þeir sem eru með fötlun eru ekki fórnarlömb og vilja að komið sé fram við sig eins og aðra.“

Mikil umræða á netinu

Málið hefur einnig vakið athygli á Reddit.

„„Verum vinaleg“ er víst alveg á þvert við stefnu Miðflokksins,“ sagði einn netverji.

„Ég skil ekki hvernig hægt er að lesa skilaboð sem fjalla um að „börn eru alls konar og hér eru nokkur dæmi til að hjálpa okkur að skilja þau betur“ og finnast það eitthvað neikvætt. Það er ekki verið að biðja fólk um að breyta neinu af því sem það gerir, ekkert ómak, bara að biðja það um að móðgast ekki yfir einhverju sem er ekki persónulegt,“ sagði annar.

Þó flestar athugasemdirnar séu ósammála skilaboðum Antons er einn sem segist skilja hvað hann er að meina: „Ég held að margt fólk sé bara komið með uppí kok af þessum endalausu skilaboðum um hvernig eigi að haga sér og hvernig maður eigi nú að vera „góð manneskja“.
Þarna er enn einn „sérfræðingurinn“ að segja venjulega fólkinu fyrir verkum. Ég held að þetta sé ein af ástæðunum fyrir vaxandi óþoli fyrir sérfræðingum sem hefur birtst bæði í Bretlandi (og endaði með Brexit) og Bandaríkjunum. Hvort sem þessar tilfinningar fólks eiga við rök að styðjast eða ekki er síðan annað mál. En með því að hæðast að þeim erum við að hrekja þau beint í fangið á popúlistum eins og Miðflokknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur orðinn hundleiður á stöðunni: „Af hverju er ekki hlustað á okkur nema þegar eitthvað hræðilegt gerist“

Þorvaldur orðinn hundleiður á stöðunni: „Af hverju er ekki hlustað á okkur nema þegar eitthvað hræðilegt gerist“
Fréttir
Í gær

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar