fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. október 2025 12:36

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, formaður FKA og Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi undirrituðu samning í húsakynnum Festi á sama tíma og minnst er 50 ára afmælis kvennafrídagsins. Mynd: Silla Páls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Festi verður aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu á mögnuðu starfsári sem nú er hafið. Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, og Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, formaður FKA, undirrituðu samning þess efnis í húsakynnum Festi í vikunni á sama tíma og minnst er 50 ára afmælis kvennafrídagsins. Við tilefnið var baráttunnar og áfangasigrum sem hún hefur skilað 50 árum síðar minnst.

Jafnréttishugsjónin að leiðarljósi

„Festi hefur markvisst unnið að því að brúa kynjabilið og það er draumi líkast að fá að stuðning og aðgang að fólki sem hefur jafnréttishugsjónina að leiðarljósi í allri stefnumótun og ákvarðanatöku,“ sagði Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir þegar samkomulagið var undirritað í húsakynnum Festi. „Festi samstæðan er til fyrirmyndar þegar kemur að jafnréttismálum þar sem skýr markmið tryggja að öll félögin ganga í takt. Þau átta sig á ábyrgð sinni í samfélaginu sem er svo fallegt.“

Markmið samstarfs Festi og FKA er að styðja við framþróun jafnréttismála og vera hreyfiafl til framfara. Ætlunin er að samstarfið feli í sér samtal og samvinnu þar sem opnað er á umræðu og aðgerðir um hvernig best er að vinna í átt að betra samfélagi fyrir alla þjóðfélagshópa.

Mikilvægur vettvangur fyrir konur

„Á 50 ára afmæli kvennafrídagsins minntumst við hvað samstaða kvenna og vitundarvakning var mikilvæg í baráttunni fyrir auknu jafnrétti – ekki bara hér á Íslandi heldur fyrir heiminn allan. Viðburðurinn sýndi fram á mikilvægi þess að konur hefðu vettvang til að láta í sér heyra, miðla af reynslu sinni og berjast fyrir breytingum. FKA hefur verið leiðandi í að skapa þannig vettvang þar sem konur miðla þekkingu og hvatningu til annarra kvenna, hvort sem þær eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu, eru af erlendum uppruna eða hafa staðið í stafni á sínu sviði í áraraðir. Við í Festi viljum styðja við þessa vegferð FKA sem hefur með verkefnum á borð við Jafnvægisvogina stuðlað að aukinni umræðu um jafnréttismál í atvinnulífinu,“ segir Ásta S. Fjeldsted forstjóri Festi.

„Stjórnendateymi Festi er til fyrirmyndar og leiðandi á fjölmörgum sviðum þar sem jafnréttismál í víðum skilningi er tvinnað saman við alla stefnumótun. Með skipulagðri eftirfylgni og skýrum mælikvörðum er stefnunni fylgt eftir í öllum félögum Festi. Við erum ánægð að fá aðgang að þessari þekkingu og reynslu og vinna saman að því að jafna tækifæri kynjanna í atvinnulífinu og opna umræðuna frekar,“ bætir Ingibjörg við.

Bryndís Reynisdóttir, Ásta S. Fjeldsted forstjóri Festi, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogarinnar. Mynd: Silla Páls.
Á viðurkenningarathöfn Jafnvægisvogarinnar var hópur frá Festi sem hefur markvisst unnið að því að brúa kynjabilið og hefur jafnréttishugsjónina að leiðarljósi í allri stefnumótun og ákvarðanatöku. Mynd: Silla Páls.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Þungfært á Reykjanesbraut og ökumenn á vanbúnum bílum

Þungfært á Reykjanesbraut og ökumenn á vanbúnum bílum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

„Mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið“

„Mikilvægt að dagur eins og þessi verði ekki að dyggðaskreytingu fyrir konur sem nú þegar eru komnar langt upp yfir glerþakið“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Skuggahliðar meðferðarheimilanna í Suður Afríku – „Ég gat ekki sagt foreldrum mínum frá þessu því símtölin voru hleruð“

Skuggahliðar meðferðarheimilanna í Suður Afríku – „Ég gat ekki sagt foreldrum mínum frá þessu því símtölin voru hleruð“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu
Fréttir
Í gær

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta