

„Það er útlit fyrir snjókomu á morgun en hversu mikil hún verður á eftir að skýrast, en það er talsverð snjókoma í kortunum,” segir vakthafandi veðurfræðingur í samtali við DV og bætir við:
„Það virðist ekki fylgja þessu neinn vindur að ráði þannig að vonandi verður þetta bara fallegur vetrarsnjór.”
Á þriðjudag:
Breytileg átt 3-10 m/s. Dálítil él á norðanverðu landinu og líkur á snjókomu við suðvesturströndina. Þurrt veður annars staðar. Frost 0 til 8 stig, mest í innsveitum norðaustanlands.
Á miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt 5-13. Snjókoma með köflum á sunnanverðu landinu, en él norðantil. Áfram kalt í veðri.
Á fimmtudag:
Fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum, en líkur á éljum, einkum við ströndina. Frost 1 til 10 stig, mest inn til landsins.
Á föstudag:
Hvöss austanátt með slyddu eða rigningu, talsverð úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 2 til 8 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Stíf austlæg átt og vætusamt, einkum um landið suðaustanvert. Hiti 4 til 10 stig.