fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. október 2025 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að ef allt fer á versta veg sé von á mikilli snjókomu á höfuðborgarsvæðinu í nótt og á morgun.

Eins og fram kom í frétt DV.is í morgun ríkir ákveðin óvissa um hvað gerist því tölvuspánum sem reiknaðar eru í Evrópu og Bandaríkjunum ber ekki alveg saman.

Sjá einnig: Útlit fyrir talsverða snjókomu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið

Sigurður ræddi þetta í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Hann segir að þær spár sem við notum mest, frá Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa, séu að gera ráð fyrir mikilli ofankomu í nótt og í fyrramálið. Bandaríska spáin geri aftur á móti ráð fyrir mun minni úrkomu.

Fari svo að evrópska spáin rætist segir Sigurður að þá muni byrja að snjóa fyrst í kvöld á höfuðborgarsvæðinu og ákefðin verði meiri eftir því sem líður á nóttina. Hún verði mest um klukkan fjögur í nótt og það haldi svo áfram að snjóa út morgundaginn.

„Það er hörkuvetur í þessu ef þessir reikningar reynast réttir,” sagði hann í viðtalinu.

Ameríska spáin gerir ráð fyrir hófstilltara vetrarveðri, að sögn Sigurðar. „Hún gerir ráð fyrir að þetta verði éljaloft sem nuddast við strendur Reykjaness og verði fyrst og fremst úti á sjónum,” segir hann og bætir við að spáin geri ráð fyrir að éljaloftið komi inn á höfuðborgarsvæðið á miðvikudag. „Úrkoman er miklu minni í amerísku spánni,” segir hann.

Hann segir að ef horft sé til meðaltala þá komi fyrsti snjórinn á höfuðborgarsvæðinu yfirleitt í kringum 26. október og að því leyti komi tilvonandi snjókoma – hversu mikil sem hún verður – ekki endilega á óvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin